Deilur Lettlands við AGS valda ESB vandræðum 24. júlí 2009 12:59 Deilur Lettlands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn geta leitt til þeirrar klemmu fyrir ESB að þurfa að velja á milli hvort sambandið eigi að bjarga þeim nýríkjum í ESB sem vilja ekki skera meira niður hjá sér eða láta ríkin taka afleiðingum þess að gera slíkt ekki. Þannig hefst ítarleg greining á Reuters um þá stöðu sem ESB horfir nú frammá hvað samskipti AGS og Lettlands varðar og nokkurra annarra ríkja, einkum við Eystrasaltið og í austurhluta Evrópu. AGS hefur haldið eftir 200 milljón evra greiðslu til Lettlands en hún er hluti af 7,5 milljarða evru björgunarpakka til landsins sem að mestu er fjármagnaður af ESB. AGS neitaði að afhenda greiðsluna eftir að stjórn Lettlands hafnaði því að skera frekar niður lífeyrisgreiðslur á vegum hins opinbera og hækka skatta umfram það sem orðið var. Lettland er það land sem hefur orðið verst úti í fjármálakreppunni af öllum löndum í Evrópu. Landið hefur þegar skorið verulega niður í ríkisútgjöldum sínum en talið er að landsframleiðsla landsins muni dragast saman um 18% í ár. Fjöldi annarra landa í Evrópu sér fram á mikinn niðurskurð í opinberum útgjöldum sínum og margir sérfræðingar telja að í þeim verði svipað upp á teningnum og í Lettlandi. Kjörnir stjórnmálamenn þessara landa muni ekki vilja horfa framan á þær pólitísku afleiðingar sem frekari niðurskurður að kröfu AGS og fjármálamarkaða hefur í för með sér. „Þetta gæti orðið prófraunin fyrir Evrópu," segir Lars Christensen forstöðumaður nýmarkaðadeildar Danske Bank. „Í Lettlandi eru það stjórnmálin innanlands sem ráða förinni. Spurning er, hvað gerir ESB ef AGS gengur á brott." Fáir spá því að slíkt gerist í augnablikinu. Stjórnmálamenn í Lettlandi segja að þeir vonist til að gera gert út um ágreiningin við AGS og fengið þannig næstu greiðslu frá sjóðnum. En sérfræðingar segja að Lettar séu greinilega að velta fyrir sér öðrum valmöguleikum. „Lettar sjá að það er augljós ágreiningur milli ESB og AGS í þessu máli," segir Joanna Groska yfirmaður hjá Exclusive Analysis í London. „Þær gætu viljað nýta sér það." Án utanaðkomandi aðstoðar munu Lettar horfa fram á hrikalegar aðstæður í efnahagslífi sínu og slíkt getur smitað út frá sér til næstu nágranna, Eistlands og Litháen. Fórnarlömb í slíku ástandi yrðu meðal annars sænskir bankar sem hafa lánað mikið fé til svæðisins. Gengi sænskur krónunnar hefur verið að veikjast undanfarna mánuði af þessum sökum Þessar aðstæður gætu einnig haft þau áhrif að gengi evrunnar veikist og jafnvel að alþjóðamarkaðir yrðu einnig fyrir barðinu á ástandinu. Því gætu bæði AGS og ESB neyðst til að borga reikninginn að lokum. En það gengur ekki að láta Letta fá óútfyllta ásvísun til að lagfæra sín vandamál. Slíkt myndi að öllum líkindum valda því að aðrar þjóðir hættu við niðurskurð hjá sér og reiknuðu með að ESB myndi líka bjarga þeim þótt AGS væri ekki til í slíkt. „Það sem gerist í raun í þeirri stöðu er að reikningurinn myndi enda hjá þýskum skattgreiðendum," segir Lars Christensen. „Og þar sem kosningar eru framundan í Þýskalandi vill enginn að þetta verði að pólitísku deilumáli þar á bæ." Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Deilur Lettlands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn geta leitt til þeirrar klemmu fyrir ESB að þurfa að velja á milli hvort sambandið eigi að bjarga þeim nýríkjum í ESB sem vilja ekki skera meira niður hjá sér eða láta ríkin taka afleiðingum þess að gera slíkt ekki. Þannig hefst ítarleg greining á Reuters um þá stöðu sem ESB horfir nú frammá hvað samskipti AGS og Lettlands varðar og nokkurra annarra ríkja, einkum við Eystrasaltið og í austurhluta Evrópu. AGS hefur haldið eftir 200 milljón evra greiðslu til Lettlands en hún er hluti af 7,5 milljarða evru björgunarpakka til landsins sem að mestu er fjármagnaður af ESB. AGS neitaði að afhenda greiðsluna eftir að stjórn Lettlands hafnaði því að skera frekar niður lífeyrisgreiðslur á vegum hins opinbera og hækka skatta umfram það sem orðið var. Lettland er það land sem hefur orðið verst úti í fjármálakreppunni af öllum löndum í Evrópu. Landið hefur þegar skorið verulega niður í ríkisútgjöldum sínum en talið er að landsframleiðsla landsins muni dragast saman um 18% í ár. Fjöldi annarra landa í Evrópu sér fram á mikinn niðurskurð í opinberum útgjöldum sínum og margir sérfræðingar telja að í þeim verði svipað upp á teningnum og í Lettlandi. Kjörnir stjórnmálamenn þessara landa muni ekki vilja horfa framan á þær pólitísku afleiðingar sem frekari niðurskurður að kröfu AGS og fjármálamarkaða hefur í för með sér. „Þetta gæti orðið prófraunin fyrir Evrópu," segir Lars Christensen forstöðumaður nýmarkaðadeildar Danske Bank. „Í Lettlandi eru það stjórnmálin innanlands sem ráða förinni. Spurning er, hvað gerir ESB ef AGS gengur á brott." Fáir spá því að slíkt gerist í augnablikinu. Stjórnmálamenn í Lettlandi segja að þeir vonist til að gera gert út um ágreiningin við AGS og fengið þannig næstu greiðslu frá sjóðnum. En sérfræðingar segja að Lettar séu greinilega að velta fyrir sér öðrum valmöguleikum. „Lettar sjá að það er augljós ágreiningur milli ESB og AGS í þessu máli," segir Joanna Groska yfirmaður hjá Exclusive Analysis í London. „Þær gætu viljað nýta sér það." Án utanaðkomandi aðstoðar munu Lettar horfa fram á hrikalegar aðstæður í efnahagslífi sínu og slíkt getur smitað út frá sér til næstu nágranna, Eistlands og Litháen. Fórnarlömb í slíku ástandi yrðu meðal annars sænskir bankar sem hafa lánað mikið fé til svæðisins. Gengi sænskur krónunnar hefur verið að veikjast undanfarna mánuði af þessum sökum Þessar aðstæður gætu einnig haft þau áhrif að gengi evrunnar veikist og jafnvel að alþjóðamarkaðir yrðu einnig fyrir barðinu á ástandinu. Því gætu bæði AGS og ESB neyðst til að borga reikninginn að lokum. En það gengur ekki að láta Letta fá óútfyllta ásvísun til að lagfæra sín vandamál. Slíkt myndi að öllum líkindum valda því að aðrar þjóðir hættu við niðurskurð hjá sér og reiknuðu með að ESB myndi líka bjarga þeim þótt AGS væri ekki til í slíkt. „Það sem gerist í raun í þeirri stöðu er að reikningurinn myndi enda hjá þýskum skattgreiðendum," segir Lars Christensen. „Og þar sem kosningar eru framundan í Þýskalandi vill enginn að þetta verði að pólitísku deilumáli þar á bæ."
Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira