Viðskipti innlent

Krónan veikst um fjögur prósent í júní

Krónan hefur veikst um tæp 4 prósent það sem af er júní mánuði. Það sem af er degi hefur hún veikst um 1,2 prósent. Dollarinn stendur nú í rúmum 128 krónum, evran er 181 króna, pundið stendur í tæpum 211 krónum og danska krónan er rúmar 24 íslenskar krónur.

Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvað veldur veikingu krónunnar í júní mánuði. Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka, telur þó að vaxtagreiðslur til erlendra aðila um miðjan júní mánuð og áhyggjur af þeim sé stærsti áhrifavaldurinn.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×