Corporate Iceland 2. október 2009 06:30 Ein mesta raun sem nokkur þjóð getur orðið fyrir er að glata auðlindum sínum og æru. Þótt bankar hrynji eins og spilaborgir og ímyndin spillist eru auðlindir áfram máttarstólpar þjóðfélagsins, séu þær í eigu þess og umsjá. Þessu má líkja við frelsi, mannkosti og æru hvers og eins. Ný ógnarsókn í auðlindir Íslendinga er hafin. Hún er enn þá hættulegri nú en fyrir hrun vegna þess að umheimurinn veit að dvergþjóðin er í vanda og kann illa fótum sínum forráð, eins og stjórnmál fyrir hrun og strax eftir bera vott um. Lengi hef ég undrast undirgefni stjórnvalda gagnvart yfirþjóðlegum auðhringum og að sama skapi furðað mig á fjandskap þeirra gagnvart verndun íslenskra náttúruauðæfa, sjálfum sparisjóði og arfleifð Íslands. Vonum seinna, nú í stjórnartíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, er gerð heiðarleg tilraun til að spyrna gegn glannalegu afsali þjóðarauðæfa og eyðingu þeirra í þágu yfirþjóðlegra auðhringa.Hverju hefur stóriðjan skilað?Á síðustu áratugum hefur of marga Íslendinga dreymt að verða moldríkir, berast á, láta sig lítt varða aumingja og almúga þjóðfélagsins fremur en fátækt og umkomuleysi í öðrum löndum. Undirliggjandi hugmynd var sú að þeir sem ættu erfitt með að fóta sig í tilverunni ættu það skilið vegna aumingjaskapar og leti og fyrirhyggjuleysis. Nú hittir sú hugmynd fyrir fjölda Íslendinga sem misst hafa eigur og fjárhagslegan grundvöll fyrir tilstilli áhættustjórnmálamanna, spillingar í fjármálaumhverfi og veikra lagastoða sem nagaðar voru árum saman af téðum stjórnmálamönnum, ekki aðeins til að styrkja frjálst flæði peninga heldur líka til að auðvelda erlendum auðhringum umsvif á landinu. Smáþjóðin fríða og frjálsa varð eins og gjammandi hvolpur meðal stóru hundanna sem urruðu mest.Íslenskir ráðamenn unnu aldrei heimavinnuna sína og því vitum við ekki hvort allt virkjana- og stóriðjubröltið hefur skilað öðru en ofsafyllerí eru vön að gera: timburmönnum, vanlíðan, misklíð og vonbrigðum. Við höfum enn ekki staldrað við til að vega og meta afraksturinn, óháð trúarsannfæringu stjórnmálaafla. Ekki einu sinni eftir einhverja almestu athafnaódáð Íslandssögunnar – Kárahnjúkavirkjun – treysta menn sér til að doka við og hugsa ráð sitt, og samt er deginum ljósara að hverfandi líkur eru á að hún muni skila nokkru til þjóðarbúsins öðru en skuldum og alvarlegum náttúruspjöllum. Við lifum líka við þá skelfilegu ógn að svo fari að Kárahnjúkastíflur muni ekki halda, enda stíflum og lóni valinn einn versti hugsanlegi staður á Íslandi: í hvellsprungusvæði á jaðri rekbeltisins.Alþjóðavæðing auðhringjaLinnulaust hefur þessi smáþjóð byggt fyrir fjölþjóðleg risafyrirtæki sem eru fjárhagslega margfalt öflugri en íslenska þjóðarbúið. Stjórnvöld hafa skuldbundið þegna sína til að borga framkvæmdir fyrir fyrirtækin og tekið gríðarlega áhættu fyrir hönd almennings, styrkt risafyrirtækin með fjárframlögum, veitt þeim undanþágu á mengun og dregið úr hollustu umhverfisins á margan hátt. Er ekki rétt að spyrja hví í ósköpunum svo margir stjórnmálamenn starfi í þágu fjölþjóðlegra auðhringa? Hafa stjórnmálaflokkar þeirra hag af því? Fá valdir sveitarstjórnarmenn eða þingmenn denara í vasa? Vel er það þekkt erlendis og fremur regla en undanþága í þessum skuggalega félagsskap.Alþjóðavæðing auðhringa (e. corporate globalization) geisar inni á gafli hjá okkur. Hún er ógnvænlegasta útgáfa alþjóðavæðingarinnar. Við ætluðum að eiga samleið með öðrum þjóðum í alþjóðaviðskiptum og nýta okkur eðlilegt flæði fjármagns en byrjuðum í óðagotinu á því að bjóða Ísland falt fyrir lítið. Einn kommissar á vegum stjórnvalda var þannig sendur sérstaklega til Alcoa Inc. og hafði þar erindi án erfiðis. Yfirþjóðlegu risafyrirtækin runnu á lyktina og fönguðu okkur umsvifalaust. Framtíð þeirra byggir á því að sölsa undir sig auðlindir, einkum í vatni og orku, og þá geta þau þvingað ríkisstjórnir að vild. Líka með því að hóta að fara burtu með fjármagnið.Við erum ekki aðeins smá heldur hættulega fáfróð um eðli alþjóðavæðingar risafyrirtækja. Afleit er Helguvík en eitt átakanlegasta dæmið er í minni gömlu heimabyggð í Þingeyjarþingi. Ofurkapp ráðamanna þar á að fá álver er einhver lágkúrulegasta fásinna sem getur í orku- og auðlindanýtingu hér á landi fram til þessa og eru vondu dæmin þó ófá. Og nú þegar landsstjórnin hefur dug til að endurnýja ekki viljayfirlýsingu gagnvart hinum ofdekraða viðskiptarisa Alcoa Inc. eru þreifingar inni í ríki Landsvirkjunar og sveitarstjórnar Norðurþings að halda áfram á sömu braut. Þar er allt rjúkandi rúst í fjármálum. Landsvirkjun er í miklum kröggum og Þeistareykir ehf. tæknilega gjaldþrota eftir að hafa tekið alla áhættu af orkurannsóknum fyrir Alcoa Inc. Vissulega er brýnt að hafa iðandi atvinnustarfsemi í landinu en varla bætir það okkar hag eða stöðu að eyðileggja auðlindir niðja landsins.Nýjan sáttmálaUm allan heim er það viðfangsefni alþjóðavæðingar auðhringanna að villa fólki sýn, meðal annars með því að snúa hugtökum á haus: „sjálfbærni í orkuframleiðslu“ þýðir gernýting og óafturkræfni, „verndun auðlinda“ þýðir náttúruvíg, „samfélagslegar framfarir“ þýða lífsgæðarýrnun, „samstarf“ þýðir yfirtaka. Mikilvægt er um leið að átta sig á því að orkustefna Norðurþingsmanna er í takti við þessa stefnu. Hún er blind gernýting, eyðilegging á náttúruauði sem er fágætur í heiminum ef ekki einsdæmi. Sporin eftir þá á Þeistareykjum, í Gjástykki og við Leirhnjúk bera vott um að þeir bera ekki skynbragð á auðæfi eigin sveitar og reyna ekki að vanda til verka. Þannig er þetta í anda starfshátta og stefnu Landsvirkjunar líka. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar verður að móta nýjan sáttmála fyrir land og þjóð og starfa eftir honum. Landið okkar, þjóðin og Móðir Jörð kalla eftir ábyrgum stjórnvöldum, nýrri nýtingarstefnu með raunverulega sjálfbærni að leiðarljósi og hag almennings og þjóðar í forgangi.Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Ein mesta raun sem nokkur þjóð getur orðið fyrir er að glata auðlindum sínum og æru. Þótt bankar hrynji eins og spilaborgir og ímyndin spillist eru auðlindir áfram máttarstólpar þjóðfélagsins, séu þær í eigu þess og umsjá. Þessu má líkja við frelsi, mannkosti og æru hvers og eins. Ný ógnarsókn í auðlindir Íslendinga er hafin. Hún er enn þá hættulegri nú en fyrir hrun vegna þess að umheimurinn veit að dvergþjóðin er í vanda og kann illa fótum sínum forráð, eins og stjórnmál fyrir hrun og strax eftir bera vott um. Lengi hef ég undrast undirgefni stjórnvalda gagnvart yfirþjóðlegum auðhringum og að sama skapi furðað mig á fjandskap þeirra gagnvart verndun íslenskra náttúruauðæfa, sjálfum sparisjóði og arfleifð Íslands. Vonum seinna, nú í stjórnartíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, er gerð heiðarleg tilraun til að spyrna gegn glannalegu afsali þjóðarauðæfa og eyðingu þeirra í þágu yfirþjóðlegra auðhringa.Hverju hefur stóriðjan skilað?Á síðustu áratugum hefur of marga Íslendinga dreymt að verða moldríkir, berast á, láta sig lítt varða aumingja og almúga þjóðfélagsins fremur en fátækt og umkomuleysi í öðrum löndum. Undirliggjandi hugmynd var sú að þeir sem ættu erfitt með að fóta sig í tilverunni ættu það skilið vegna aumingjaskapar og leti og fyrirhyggjuleysis. Nú hittir sú hugmynd fyrir fjölda Íslendinga sem misst hafa eigur og fjárhagslegan grundvöll fyrir tilstilli áhættustjórnmálamanna, spillingar í fjármálaumhverfi og veikra lagastoða sem nagaðar voru árum saman af téðum stjórnmálamönnum, ekki aðeins til að styrkja frjálst flæði peninga heldur líka til að auðvelda erlendum auðhringum umsvif á landinu. Smáþjóðin fríða og frjálsa varð eins og gjammandi hvolpur meðal stóru hundanna sem urruðu mest.Íslenskir ráðamenn unnu aldrei heimavinnuna sína og því vitum við ekki hvort allt virkjana- og stóriðjubröltið hefur skilað öðru en ofsafyllerí eru vön að gera: timburmönnum, vanlíðan, misklíð og vonbrigðum. Við höfum enn ekki staldrað við til að vega og meta afraksturinn, óháð trúarsannfæringu stjórnmálaafla. Ekki einu sinni eftir einhverja almestu athafnaódáð Íslandssögunnar – Kárahnjúkavirkjun – treysta menn sér til að doka við og hugsa ráð sitt, og samt er deginum ljósara að hverfandi líkur eru á að hún muni skila nokkru til þjóðarbúsins öðru en skuldum og alvarlegum náttúruspjöllum. Við lifum líka við þá skelfilegu ógn að svo fari að Kárahnjúkastíflur muni ekki halda, enda stíflum og lóni valinn einn versti hugsanlegi staður á Íslandi: í hvellsprungusvæði á jaðri rekbeltisins.Alþjóðavæðing auðhringjaLinnulaust hefur þessi smáþjóð byggt fyrir fjölþjóðleg risafyrirtæki sem eru fjárhagslega margfalt öflugri en íslenska þjóðarbúið. Stjórnvöld hafa skuldbundið þegna sína til að borga framkvæmdir fyrir fyrirtækin og tekið gríðarlega áhættu fyrir hönd almennings, styrkt risafyrirtækin með fjárframlögum, veitt þeim undanþágu á mengun og dregið úr hollustu umhverfisins á margan hátt. Er ekki rétt að spyrja hví í ósköpunum svo margir stjórnmálamenn starfi í þágu fjölþjóðlegra auðhringa? Hafa stjórnmálaflokkar þeirra hag af því? Fá valdir sveitarstjórnarmenn eða þingmenn denara í vasa? Vel er það þekkt erlendis og fremur regla en undanþága í þessum skuggalega félagsskap.Alþjóðavæðing auðhringa (e. corporate globalization) geisar inni á gafli hjá okkur. Hún er ógnvænlegasta útgáfa alþjóðavæðingarinnar. Við ætluðum að eiga samleið með öðrum þjóðum í alþjóðaviðskiptum og nýta okkur eðlilegt flæði fjármagns en byrjuðum í óðagotinu á því að bjóða Ísland falt fyrir lítið. Einn kommissar á vegum stjórnvalda var þannig sendur sérstaklega til Alcoa Inc. og hafði þar erindi án erfiðis. Yfirþjóðlegu risafyrirtækin runnu á lyktina og fönguðu okkur umsvifalaust. Framtíð þeirra byggir á því að sölsa undir sig auðlindir, einkum í vatni og orku, og þá geta þau þvingað ríkisstjórnir að vild. Líka með því að hóta að fara burtu með fjármagnið.Við erum ekki aðeins smá heldur hættulega fáfróð um eðli alþjóðavæðingar risafyrirtækja. Afleit er Helguvík en eitt átakanlegasta dæmið er í minni gömlu heimabyggð í Þingeyjarþingi. Ofurkapp ráðamanna þar á að fá álver er einhver lágkúrulegasta fásinna sem getur í orku- og auðlindanýtingu hér á landi fram til þessa og eru vondu dæmin þó ófá. Og nú þegar landsstjórnin hefur dug til að endurnýja ekki viljayfirlýsingu gagnvart hinum ofdekraða viðskiptarisa Alcoa Inc. eru þreifingar inni í ríki Landsvirkjunar og sveitarstjórnar Norðurþings að halda áfram á sömu braut. Þar er allt rjúkandi rúst í fjármálum. Landsvirkjun er í miklum kröggum og Þeistareykir ehf. tæknilega gjaldþrota eftir að hafa tekið alla áhættu af orkurannsóknum fyrir Alcoa Inc. Vissulega er brýnt að hafa iðandi atvinnustarfsemi í landinu en varla bætir það okkar hag eða stöðu að eyðileggja auðlindir niðja landsins.Nýjan sáttmálaUm allan heim er það viðfangsefni alþjóðavæðingar auðhringanna að villa fólki sýn, meðal annars með því að snúa hugtökum á haus: „sjálfbærni í orkuframleiðslu“ þýðir gernýting og óafturkræfni, „verndun auðlinda“ þýðir náttúruvíg, „samfélagslegar framfarir“ þýða lífsgæðarýrnun, „samstarf“ þýðir yfirtaka. Mikilvægt er um leið að átta sig á því að orkustefna Norðurþingsmanna er í takti við þessa stefnu. Hún er blind gernýting, eyðilegging á náttúruauði sem er fágætur í heiminum ef ekki einsdæmi. Sporin eftir þá á Þeistareykjum, í Gjástykki og við Leirhnjúk bera vott um að þeir bera ekki skynbragð á auðæfi eigin sveitar og reyna ekki að vanda til verka. Þannig er þetta í anda starfshátta og stefnu Landsvirkjunar líka. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar verður að móta nýjan sáttmála fyrir land og þjóð og starfa eftir honum. Landið okkar, þjóðin og Móðir Jörð kalla eftir ábyrgum stjórnvöldum, nýrri nýtingarstefnu með raunverulega sjálfbærni að leiðarljósi og hag almennings og þjóðar í forgangi.Höfundur er rithöfundur.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun