Handbolti

Júlíus valdi tvær Sunnur úr Fylki í landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sunna María Einarsdóttir á bæði nöfnu og liðsfélaga í landsliðinu.
Sunna María Einarsdóttir á bæði nöfnu og liðsfélaga í landsliðinu. Mynd/Vilhelm

Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari kvenna í handbolta hefur valið 19 manna hóp sem æfir hér á landi vikuna 2. til 8. mars en kvennalandsliðið mun meðal annars fara í æfingabúðir á Laugarvatni helgina 6. til 8. mars.

Júlíus valdi engan leikmann úr yngri landsliðinu vegna verkefna þar en alls eru þrír nýliðar í hópnum hans nú. Nýliðarnir eru Guðrún Bryndís Jónsdóttir, markvörður Hauka, Elísa Ósk Viðarsdóttir úr HK og Sunna Jónsdóttir úr Fylki.

Svo skemmtilega vill til að Júlíus valdi tvær Sunnur úr Fylki í hópinn en auk nýliðans Sunnu Jónsdóttur er liðsfélagi hennar Sunna María Einarsdóttir áfram í landsliðshóp Júlíusar. Sunna Jónsdóttir hefur spilað vel með Fylki í vetur og hefur skorað 106 mörk í 16 leikjum eða 6,2 mörk í leik.

Landsliðshópur Júlíusar lítur þannig út:

Markmenn:

Berglind Íris Hansdóttir Valur

Guðrún Bryndís Jónsdóttir Haukar

Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir HK

Aðrir leikmenn:

Arna Sif Pálsdóttir HK

Auður Jónsdóttir Rinköbing

Ásta Birna Gunnarsdóttir Fram

Dagný Skúladóttir Valur

Elísa Ósk Viðarsdóttir HK

Elísabet Gunnarsdóttir Stjarnan

Hanna Guðrún Stefánsdóttir Haukur

Harpa Sif Eyjólfsdóttir Stjarnan

Hildigunnur Einarsdóttir Valur

Hildur Þorgeirsdóttir FH

Jóna Sigríður Halldórsdóttir HK

Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir FH

Rakel Dögg Bragadóttir KIF Vejen

Sólveig Lára Kjærnested Stjarnan

Sunna Jónsdóttir Fylkir

Sunna María Einarsdóttir Fylkir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×