Erlent

Reyna að bjarga íbúum úr aurskriðu

Björgunarsveitarmenn freista þess nú að bjarga hátt í tvö þúsund íbúum bæjarins Shiao Lin í Tævan, sem varð illa úti þegar auðskriða féll þar í síðustu viku.

Talið er að hátt í 400 manns hafi grafist undir rústum húsa í bænum. Mikið óveður olli verstu flóðum sem þarna hafa orðið í meira en hálfa öld. Forseti landsins staðfesti í dag að meira en 500 manns hefðu látist í flóðum og aurskriðum undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×