Erlent

Fleiri kærur vegna lögreglu í London

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Lögregla berst við mótmælendur meðan á G20-ráðstefnunni stóð.
Lögregla berst við mótmælendur meðan á G20-ráðstefnunni stóð.

Fleiri kærur hafa borist vegna meints ofbeldis lögreglu í London meðan á G20-ráðstefnunni stóð um mánaðamótin. Alls hafa nú 145 kærur eða kvartanir borist vegna framgöngu lögreglu gagnvart mótmælendum en einn mótmælendi lést meðan mótmælin stóðu yfir. Vísir greindi frá því í gær að yfirmaður Scotland Yard hefði fyrirskipað gagngera endurskoðun á starfsaðferðum lögregunnar í óeirðum auk þess sem mál tveggja lögreglumanna, sem vikið hefur verið frá störfum, er í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×