Viðskipti innlent

Spáir því að ársverðbólgan fari í 10,9%

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólgan fari í 10.9% í maí og lækki því um eitt prósentustig frá því í apríl.

Fjallað er um málið í daglegu fréttabréfi hagfræðideildarinnar. Þar segir að spáð sé að vísitala neysluverð muni hækka um 0,5% í maí. Það er einkum hækkanir á matvöru og bílum sem valda því að vísitalan hækkar en á móti kemur að verðþróun á fasteignaverði dregur úr þeim hækkunum.

Deildin segir að fasteignaverð sé nú stærsti þátturinn í þróun á vísitölu neysluverð og spáir því að það muni lækka um tæp 2% í maí.

Hinsvegar fari verð á innfluttum vörum hækkandi vegna veikingar á gengi krónunnar. Hún hafi veikst um 16% í síðasta mánuði og að sú veiking sé ekki að fullu komin fram í vöruverðinu.

Að mati deildarinnar bendir flest til þess að verðbólgan haldi áfram að minnka og verði komin undir 10% í sumar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×