Viðskipti innlent

Eignir tryggingarfélaganna rýrnuðu um 11 milljarða í mars

Heildareignir tryggingarfélaganna námu 141,4 milljörðum kr. í lok mars og lækkuðu um 11,0 milljarða kr. milli mánaða að því er segir í hagtölum Seðlabankans.

Þessi lækkun skýrist af öðrum eignum sem lækkuðu um 11,4 milljarða kr. í mánuðinum eða um 15% en aðrar eignir eru að mestu hlutdeildarfélög og dótturfélög.

Eigið fé tryggingarfélaga nam 36,3 milljarða kr. í lok mars og lækkaði um 14,6 milljarða kr. eða um tæp 30% frá fyrra mánuði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×