Danskir bankamenn aðstoða skuldsetta í sjálfboðavinnu 10. september 2009 10:17 Danskir bankamenn munu aðstoða skuldsetta Dani við að koma skikki á fjármál sín í sjálfboðavinnu og viðkomandi að kostnaðarlausu. Verkefni þetta fer af stað um miðjan þennan mánuð og munu 36 starfandi bankamenn standa að ráðgjöfinni í þremur borgum Danmerkur. Samkvæmt frétt um málið í Jyllands Posten er hugmyndin að þessari ráðgjöf vera upphaflega komin frá KFUM og Samtökum kristilegra stúdenda í Danmörku en verkefnið nýtur stuðings danska Fjármálaráðsins (Finansrådet) og Innanríkis- og félagsmálaráðuneytisins. Hugmyndin er að það fólk sem venjulega sækir sér ekki ráðgjöf um fjármál í bönkum geti komið inn af götunni og fengið slíka ráðgjöf sér að kostnaðarlausu. Fjármálaráðið mun samhæfa ráðningar bankamannanna að ráðgjöfinni en henni verður komið á fót á fjórum stöðum í Kaupmannahöfn, og einum í Óðinsvéum og Árósum til að byrja með. Fram kemur í fréttinni að danskir bankar hafi tekið vel í það að starfsmenn þeirra geti notað hluta af vinnutíma sínum til þessarar starfa. Og áhuginn er mikill meðal bankastarfsmanna því í fyrstu sóttu fleiri um að gerast sjálfboðaliðar en þörf var á. Þeir bankamenn sem vinna sem ráðgjafar gera það á eigin vegum og eru aldrei fulltrúar þess banka sem þeir vinna fyrir meðan á ráðgjöfinni stendur. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Danskir bankamenn munu aðstoða skuldsetta Dani við að koma skikki á fjármál sín í sjálfboðavinnu og viðkomandi að kostnaðarlausu. Verkefni þetta fer af stað um miðjan þennan mánuð og munu 36 starfandi bankamenn standa að ráðgjöfinni í þremur borgum Danmerkur. Samkvæmt frétt um málið í Jyllands Posten er hugmyndin að þessari ráðgjöf vera upphaflega komin frá KFUM og Samtökum kristilegra stúdenda í Danmörku en verkefnið nýtur stuðings danska Fjármálaráðsins (Finansrådet) og Innanríkis- og félagsmálaráðuneytisins. Hugmyndin er að það fólk sem venjulega sækir sér ekki ráðgjöf um fjármál í bönkum geti komið inn af götunni og fengið slíka ráðgjöf sér að kostnaðarlausu. Fjármálaráðið mun samhæfa ráðningar bankamannanna að ráðgjöfinni en henni verður komið á fót á fjórum stöðum í Kaupmannahöfn, og einum í Óðinsvéum og Árósum til að byrja með. Fram kemur í fréttinni að danskir bankar hafi tekið vel í það að starfsmenn þeirra geti notað hluta af vinnutíma sínum til þessarar starfa. Og áhuginn er mikill meðal bankastarfsmanna því í fyrstu sóttu fleiri um að gerast sjálfboðaliðar en þörf var á. Þeir bankamenn sem vinna sem ráðgjafar gera það á eigin vegum og eru aldrei fulltrúar þess banka sem þeir vinna fyrir meðan á ráðgjöfinni stendur.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira