Eftirlitsvald aðskilið frá pólitísku valdi Björn Einarsson skrifar 12. ágúst 2009 05:45 Sjálfstæði eftirlitsvaldsins hefur orðið eftir í lýðræðisþróun hérlendis, og því er mikilvægasta athugunarefnið við endurskoðun stjórnarskrárinnar að gera eftirlitsvaldið sjálfstæðara og aðskilja það frá pólitíska valdinu. Eftirlitsvaldið er falið í valddreifingunni, beinu lýðræði, stjórnarskránni, dómstólunum, eftirlitsstofnunum, rannsóknarnefndum, löggæslu og gagnrýnum fjölmiðlum. Ekkert af þessu er óháð hinu pólitíska valdi eða valdi fjármálanna hér á landi. Hvorki ráðherrar né löggjafarþingið eiga að ákvarða hverjir verða dómarar eða hverjir rannsaka meint brotamál. Ekki bara dómsvaldið á að vera algjörlega óháð pólitíska valdinu, heldur einnig saksóknarar, rannsóknarnefndir, eftirlitsnefndir (t.d. Fjármálaeftirlitið), lögregla og Landhelgisgæsla. Ríkisfjölmiðill (Ríkisútvarp-sjónvarp), óháður pólitíska valdinu og fjármálaheiminum, gegnir mikilvægu hlutverki í lýðræðisþjóðfélagi og á að vera undir eftirlitsvaldinu. Við stofnun Bandaríkja Norður-Ameríku lagði Thomas Jefferson mikla áherslu á að í hverju bæjarfélagi væri stofnað óháð bókasafn, til þess að þegnarnir gætu aflað sér óháðra upplýsinga. Þjóðkjörinn forseti Íslands á að vera yfirmaður eftirlitsvaldsins og skipa í æðstu stöður innan þess. En hann á ekki að vera þjóðhöfðingi, það er sá sem fer fyrir framkvæmdarvaldinu, forsætisráðherrann. Forseti Íslands mætti því allt eins heita umboðsmaður lýðsins eða lýðveldisins. Hann á ekki að koma nálægt pólitíska valdinu. Hans hlutverk á að vera að gæta þess að lýðræðið sé virkt, boða til kosninga og ákvarða um þjóðaratkvæðisgreiðslur, þegar pólitíska valdið er ekki í takt við vilja þjóðarinnar. Stjórnarskráin er síðan hið æðsta eftirlitsvald. Hún setur stjórnmálunum og eftirlitsvaldinu leikreglur. Hún á ekki að vera samin af stjórnmálamönnum, heldur stjórnlagaþingi, sem kosið er beint af þjóðinni. Valddreifing og beint lýðræðiMarkmið hefðbundinnar þrískiptingar ríkisvaldsins í framkvæmdarvald (ríkisstjórn), löggjafarvald (Alþingi) og dómsvald er valddreifing, til þess að einn þáttur gæti haft eftirlit með öðrum: Því ættu þeir að vera sem mest aðskildir, m.a. til að koma í veg fyrir að valdhafar tækju of mikið tillit til eigin hagsmuna við ákvarðanatöku í stað hagsmuna heildarinnar og umbjóðenda sinna.Framkvæmdarvaldið er það sem ræður „hvað skal gera og hvað skal ekki gera", og er því hinn raunverulegi valdhafi ríkisvaldsins. Löggjafarvaldið hefur það hlutverk að setja lög um „hvað má gera og hvað má ekki gera", hvort sem er framkvæmdarvaldið, fjármálamenn eða almenningur. Það ákvarðar líka um öflun fjár í ríkissjóð, og setur framkvæmdarvaldinu takmarkandi fjárlög. Dómsvaldið hefur síðan það hlutverk að dæma hvort farið sé að lögum og stjórnarskránni fylgt. Stjórnarskráin segir til um stjórnskipunina, inniheldur reglur sem lög mega ekki brjóta í bága við og almenn mannréttindi, „hvað má leyfa og hvað má ekki leyfa".Á sínum tíma var þrískipting ríkisvaldsins mikilvægt skref í baráttu fyrir lýðræði, en einvaldar höfðu alla þætti valdsins á einni hendi. Fyrsta skrefið var að færa löggjafarvaldið til þjóðkjörins þings og gera dómsvaldið sjálfstæðara. Þróun lýðræðisins hefur svo aðallega snúist um að auka beint lýðræði, að lýðurinn ráði ferðinni, því hjá honum á valdið uppruna sinn, ekki frá guði eins og einvaldarnir héldu fram. Annars vegar er það með því að fleiri þegnar fái að kjósa (eignalausir, konur og yngra fólk) og hins vegar með því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur um sífellt fleiri stórmál. Aðskilnaður pólitísks valds?Í umræðunni um endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur aðskilnaður framkvæmdarvaldsins og löggjafarvaldsins mest verið ræddur, þ.e. afnám þingræðisreglunnar.Í forsetaræði er kosinn pólitískur forseti beint, sem velur með sér ráðherra. Framkvæmdarvaldið er þar með sterkara en löggjafarvaldið, með minni valddreifingu og þar með minna eftirliti. Forsetaræðið er aðallega við lýði í Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og Asíu auk Frakklands og Rússlands. Fyrir þingræðinu er norræn og evrópsk hefð. Það stuðlar að valddreifingu, þar sem framkvæmdarvaldið þarf að styðjast við þingmeirihluta löggjafans. Þingræðið er hins vegar óbeinna lýðræði, þar sem framkvæmdarvaldið er ekki kosið beint. En beint lýðræði má auka með því að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum um stærri mál.Pólitíska valdið er í eðli sínu svo samtvinnað í heimi stjórnmálaflokkanna, að það er vafasamt að frekari aðskilnaður framkvæmdarvalds og löggjafarvalds hérlendis leysi nokkurn vanda í stjórnskipun okkar. Mikilvægast við endurskoðun stjórnarskrárinnarSjálfstætt eftirlitsvald, óháð pólitísku valdi, sem kosið er til beint af lýðnum er mikilvægasta athugunarefnið við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Núverandi embætti forseta Íslands á að fara fyrir eftirlitsvaldinu, en algjörlega ópólitískt. Þar sem forsætisráðherrann fer fyrir framkvæmdarvaldinu og er því hinn raunverulegi þjóðhöfðingi færi betur á að hann yrði „Forseti Íslands" en forsetinn „Umboðsmaður lýðræðisins".Höfundur er læknir og heimspekinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Sjálfstæði eftirlitsvaldsins hefur orðið eftir í lýðræðisþróun hérlendis, og því er mikilvægasta athugunarefnið við endurskoðun stjórnarskrárinnar að gera eftirlitsvaldið sjálfstæðara og aðskilja það frá pólitíska valdinu. Eftirlitsvaldið er falið í valddreifingunni, beinu lýðræði, stjórnarskránni, dómstólunum, eftirlitsstofnunum, rannsóknarnefndum, löggæslu og gagnrýnum fjölmiðlum. Ekkert af þessu er óháð hinu pólitíska valdi eða valdi fjármálanna hér á landi. Hvorki ráðherrar né löggjafarþingið eiga að ákvarða hverjir verða dómarar eða hverjir rannsaka meint brotamál. Ekki bara dómsvaldið á að vera algjörlega óháð pólitíska valdinu, heldur einnig saksóknarar, rannsóknarnefndir, eftirlitsnefndir (t.d. Fjármálaeftirlitið), lögregla og Landhelgisgæsla. Ríkisfjölmiðill (Ríkisútvarp-sjónvarp), óháður pólitíska valdinu og fjármálaheiminum, gegnir mikilvægu hlutverki í lýðræðisþjóðfélagi og á að vera undir eftirlitsvaldinu. Við stofnun Bandaríkja Norður-Ameríku lagði Thomas Jefferson mikla áherslu á að í hverju bæjarfélagi væri stofnað óháð bókasafn, til þess að þegnarnir gætu aflað sér óháðra upplýsinga. Þjóðkjörinn forseti Íslands á að vera yfirmaður eftirlitsvaldsins og skipa í æðstu stöður innan þess. En hann á ekki að vera þjóðhöfðingi, það er sá sem fer fyrir framkvæmdarvaldinu, forsætisráðherrann. Forseti Íslands mætti því allt eins heita umboðsmaður lýðsins eða lýðveldisins. Hann á ekki að koma nálægt pólitíska valdinu. Hans hlutverk á að vera að gæta þess að lýðræðið sé virkt, boða til kosninga og ákvarða um þjóðaratkvæðisgreiðslur, þegar pólitíska valdið er ekki í takt við vilja þjóðarinnar. Stjórnarskráin er síðan hið æðsta eftirlitsvald. Hún setur stjórnmálunum og eftirlitsvaldinu leikreglur. Hún á ekki að vera samin af stjórnmálamönnum, heldur stjórnlagaþingi, sem kosið er beint af þjóðinni. Valddreifing og beint lýðræðiMarkmið hefðbundinnar þrískiptingar ríkisvaldsins í framkvæmdarvald (ríkisstjórn), löggjafarvald (Alþingi) og dómsvald er valddreifing, til þess að einn þáttur gæti haft eftirlit með öðrum: Því ættu þeir að vera sem mest aðskildir, m.a. til að koma í veg fyrir að valdhafar tækju of mikið tillit til eigin hagsmuna við ákvarðanatöku í stað hagsmuna heildarinnar og umbjóðenda sinna.Framkvæmdarvaldið er það sem ræður „hvað skal gera og hvað skal ekki gera", og er því hinn raunverulegi valdhafi ríkisvaldsins. Löggjafarvaldið hefur það hlutverk að setja lög um „hvað má gera og hvað má ekki gera", hvort sem er framkvæmdarvaldið, fjármálamenn eða almenningur. Það ákvarðar líka um öflun fjár í ríkissjóð, og setur framkvæmdarvaldinu takmarkandi fjárlög. Dómsvaldið hefur síðan það hlutverk að dæma hvort farið sé að lögum og stjórnarskránni fylgt. Stjórnarskráin segir til um stjórnskipunina, inniheldur reglur sem lög mega ekki brjóta í bága við og almenn mannréttindi, „hvað má leyfa og hvað má ekki leyfa".Á sínum tíma var þrískipting ríkisvaldsins mikilvægt skref í baráttu fyrir lýðræði, en einvaldar höfðu alla þætti valdsins á einni hendi. Fyrsta skrefið var að færa löggjafarvaldið til þjóðkjörins þings og gera dómsvaldið sjálfstæðara. Þróun lýðræðisins hefur svo aðallega snúist um að auka beint lýðræði, að lýðurinn ráði ferðinni, því hjá honum á valdið uppruna sinn, ekki frá guði eins og einvaldarnir héldu fram. Annars vegar er það með því að fleiri þegnar fái að kjósa (eignalausir, konur og yngra fólk) og hins vegar með því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur um sífellt fleiri stórmál. Aðskilnaður pólitísks valds?Í umræðunni um endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur aðskilnaður framkvæmdarvaldsins og löggjafarvaldsins mest verið ræddur, þ.e. afnám þingræðisreglunnar.Í forsetaræði er kosinn pólitískur forseti beint, sem velur með sér ráðherra. Framkvæmdarvaldið er þar með sterkara en löggjafarvaldið, með minni valddreifingu og þar með minna eftirliti. Forsetaræðið er aðallega við lýði í Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og Asíu auk Frakklands og Rússlands. Fyrir þingræðinu er norræn og evrópsk hefð. Það stuðlar að valddreifingu, þar sem framkvæmdarvaldið þarf að styðjast við þingmeirihluta löggjafans. Þingræðið er hins vegar óbeinna lýðræði, þar sem framkvæmdarvaldið er ekki kosið beint. En beint lýðræði má auka með því að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum um stærri mál.Pólitíska valdið er í eðli sínu svo samtvinnað í heimi stjórnmálaflokkanna, að það er vafasamt að frekari aðskilnaður framkvæmdarvalds og löggjafarvalds hérlendis leysi nokkurn vanda í stjórnskipun okkar. Mikilvægast við endurskoðun stjórnarskrárinnarSjálfstætt eftirlitsvald, óháð pólitísku valdi, sem kosið er til beint af lýðnum er mikilvægasta athugunarefnið við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Núverandi embætti forseta Íslands á að fara fyrir eftirlitsvaldinu, en algjörlega ópólitískt. Þar sem forsætisráðherrann fer fyrir framkvæmdarvaldinu og er því hinn raunverulegi þjóðhöfðingi færi betur á að hann yrði „Forseti Íslands" en forsetinn „Umboðsmaður lýðræðisins".Höfundur er læknir og heimspekinemi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar