Handbolti

Kiel bikarmeistari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert Gunnarsson og Marcus Ahlm í leiknum í dag.
Róbert Gunnarsson og Marcus Ahlm í leiknum í dag. Nordic Photos / Bongarts

Kiel varð í dag þýskur bikarmeistari í handbolta eftir öruggan sigur á Gummersbach í úrslitaleiknum, 30-24.

Gummersbach byrjaði vel í leiknum og komst í 10-7 forystu eftir rúmlega 20 mínútna leik. En þá skoraði Kiel sjö mörk í röð og náði undirtökunum í leiknum. Staðan í hálfleik var 15-12.

Það var svo aldrei spurning í síðari hálfleik hvort liðið myndi bera sigur úr býtum.

Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel en hann kom til félagsins frá Gummersbach í sumar.

Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×