Viðskiptaráð sér jákvæð tíðindi í skattabreytingum 19. nóvember 2009 14:49 „Jákvæðu tíðindin við útfærsluna sem kynnt var í gær felast í þeirri staðreynd að heildaraukning skattheimtu er minni en upphaflega var gert ráð fyrir. Samanlagðar tekjur af almennum tekjuskatti einstaklinga og fjármagnstekjur eru þannig áætlaðar 117 milljarðar kr. í stað upphaflegra áætlunar um 143 milljarða kr. skattheimtu. Einnig hafa áætlanir um auðlinda- og orkuskatt verið endurskoðaðar til lækkunar."Þetta segir á vefsíðu Viðskiptaráðs Íslands þar sem fjallað er um skattabreytingar þær sem ríkisstjórnin kynnti í gærdag. Síðan segir: „Þrátt fyrir þetta er fyrirliggjandi endurskoðun skattkerfisins til mikils vansa og ljóst er að verulega mun draga úr samkeppnishæfni þess og skilvirkni. Viðskiptaráð hefur lagt áherslu á að sjálfbærni í ríkisfjármálum náist fyrst og fremst með aukinni skilvirkni og aðhaldi í ríkisrekstri, minni þjóðhagslegri sóun vegna ríkisumsvifa og breikkun þeirra skattstofna sem treyst hefur verið á." Viðskiptaráðs setur síðan fram helstu athugasamendir sínar við skattaleiðir stjórnvalda en þær eru eftirfarandi:„Fjölþrepa skattlagning launatekna er hvorki til þess fallin að efla tekjugrunn hins opinbera né hraða því endurreisnarstarfi sem framundan er í íslensku efnahagslífi. Slíkt kerfi leiðir sjálfkrafa til hækkunar jaðarskatta og eykur þannig hvata til undanskota og skattsvika auk þess að draga úr hvata til aukins vinnuframlags og verðmætasköpunar. Ógagnsæi í rekstri og umfangi hins opinbera eykst einnig til muna og kostnaður vegna umsýslu tengdri skattamálum myndi samhliða aukast til muna samanborið við einfaldara kerfi.Frekari hækkun tryggingagjalds er óviðunandi. Mannfrekar þjónustugreinar bera mestan skaða af breytingum en ljóst er að með þessu er kostnaður atvinnurekenda við hvert starf aukinn til muna. Hækkun tryggingagjalds samhliða launahækkunum vegna nýsamþykktra kjarasamninga mun reynast fjölda fyrirtækja þungur ljár í þúfu. Þetta á ekki síst við um minni og meðalstór fyrirtæki, en eins og Viðskiptaráð hefur bent á verður megnið af verðmætum samfélagsins til innan slíkra fyrirtækja.Frekari hækkun fjármagnstekjuskatts er afar óskynsamleg í ljósi ríkjandi aðstæðna. Þörf fyrir uppbyggingu fjármagnsstofna og erlenda fjárfestingu hefur aldrei verið meiri og yfirvofandi breytingar vega að þessu. Mikilvægt er að gera greinarmun á venjulegum launatekjum og fjármagnstekjum enda er eðli þessara skattstofna afar ólíkt.Eignaskattar líkt og boðaðir hafa verið eru einnig óheppilegir, hvort sem þeir eru lagðir til skamms eða langs tíma. Auk þess sem þeir vega að fjárfestingaumhverfi á Íslandi er það velkunn staðreynd að með eignasköttum er sama fjármagn margskattlagt. Þetta letur fólk til sparnaðar, dregur úr virkni fjármagnsmarkaða og dregur úr vilja frumkvöðla til áhættufjárfestinga. Allir umræddir þættir eru til þess fallnir að draga úr hraða endurreisnar hagkerfisins.Æskilegra hefði verið að miða að einfaldari breytingum á óbeinum sköttum. Umræddar breytingar leggjast með mismunandi hætti á atvinnugreinar og skekkja því samkeppnisstöðu þeirra, auk þess sem flækjustig í tengslum við virðisaukaskatt eykst verulega.Eins og sjá má hefði mátt vanda betur til verks og ljóst er að breytt skattaumhverfi mun draga úr samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegu samhengi. Í kjölfar efnahagsþrenginga líkt og nú standa yfir er veruleg hætta á varanlegum fólks- og fjármagnsflótta og breytingar af þessu tagi eru til þess fallnar að ýta frekar undir slíka þróun. Hagfellt skattkerfi er einn helsti grundvöllur þess að bati hagkerfisins verði sem skjótastur. Í stað þess að reyna að taka sem stærsta sneið af kökunni ættu stjórnvöld þess í stað að einbeita sér að því að næra og byggja upp hagkerfið til að kakan geti stækkað sem fyrst á nýjan leik. Með því má verja störf, almenn lífskjör og sjálfbærni hagkerfisins til lengri tíma." Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
„Jákvæðu tíðindin við útfærsluna sem kynnt var í gær felast í þeirri staðreynd að heildaraukning skattheimtu er minni en upphaflega var gert ráð fyrir. Samanlagðar tekjur af almennum tekjuskatti einstaklinga og fjármagnstekjur eru þannig áætlaðar 117 milljarðar kr. í stað upphaflegra áætlunar um 143 milljarða kr. skattheimtu. Einnig hafa áætlanir um auðlinda- og orkuskatt verið endurskoðaðar til lækkunar."Þetta segir á vefsíðu Viðskiptaráðs Íslands þar sem fjallað er um skattabreytingar þær sem ríkisstjórnin kynnti í gærdag. Síðan segir: „Þrátt fyrir þetta er fyrirliggjandi endurskoðun skattkerfisins til mikils vansa og ljóst er að verulega mun draga úr samkeppnishæfni þess og skilvirkni. Viðskiptaráð hefur lagt áherslu á að sjálfbærni í ríkisfjármálum náist fyrst og fremst með aukinni skilvirkni og aðhaldi í ríkisrekstri, minni þjóðhagslegri sóun vegna ríkisumsvifa og breikkun þeirra skattstofna sem treyst hefur verið á." Viðskiptaráðs setur síðan fram helstu athugasamendir sínar við skattaleiðir stjórnvalda en þær eru eftirfarandi:„Fjölþrepa skattlagning launatekna er hvorki til þess fallin að efla tekjugrunn hins opinbera né hraða því endurreisnarstarfi sem framundan er í íslensku efnahagslífi. Slíkt kerfi leiðir sjálfkrafa til hækkunar jaðarskatta og eykur þannig hvata til undanskota og skattsvika auk þess að draga úr hvata til aukins vinnuframlags og verðmætasköpunar. Ógagnsæi í rekstri og umfangi hins opinbera eykst einnig til muna og kostnaður vegna umsýslu tengdri skattamálum myndi samhliða aukast til muna samanborið við einfaldara kerfi.Frekari hækkun tryggingagjalds er óviðunandi. Mannfrekar þjónustugreinar bera mestan skaða af breytingum en ljóst er að með þessu er kostnaður atvinnurekenda við hvert starf aukinn til muna. Hækkun tryggingagjalds samhliða launahækkunum vegna nýsamþykktra kjarasamninga mun reynast fjölda fyrirtækja þungur ljár í þúfu. Þetta á ekki síst við um minni og meðalstór fyrirtæki, en eins og Viðskiptaráð hefur bent á verður megnið af verðmætum samfélagsins til innan slíkra fyrirtækja.Frekari hækkun fjármagnstekjuskatts er afar óskynsamleg í ljósi ríkjandi aðstæðna. Þörf fyrir uppbyggingu fjármagnsstofna og erlenda fjárfestingu hefur aldrei verið meiri og yfirvofandi breytingar vega að þessu. Mikilvægt er að gera greinarmun á venjulegum launatekjum og fjármagnstekjum enda er eðli þessara skattstofna afar ólíkt.Eignaskattar líkt og boðaðir hafa verið eru einnig óheppilegir, hvort sem þeir eru lagðir til skamms eða langs tíma. Auk þess sem þeir vega að fjárfestingaumhverfi á Íslandi er það velkunn staðreynd að með eignasköttum er sama fjármagn margskattlagt. Þetta letur fólk til sparnaðar, dregur úr virkni fjármagnsmarkaða og dregur úr vilja frumkvöðla til áhættufjárfestinga. Allir umræddir þættir eru til þess fallnir að draga úr hraða endurreisnar hagkerfisins.Æskilegra hefði verið að miða að einfaldari breytingum á óbeinum sköttum. Umræddar breytingar leggjast með mismunandi hætti á atvinnugreinar og skekkja því samkeppnisstöðu þeirra, auk þess sem flækjustig í tengslum við virðisaukaskatt eykst verulega.Eins og sjá má hefði mátt vanda betur til verks og ljóst er að breytt skattaumhverfi mun draga úr samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegu samhengi. Í kjölfar efnahagsþrenginga líkt og nú standa yfir er veruleg hætta á varanlegum fólks- og fjármagnsflótta og breytingar af þessu tagi eru til þess fallnar að ýta frekar undir slíka þróun. Hagfellt skattkerfi er einn helsti grundvöllur þess að bati hagkerfisins verði sem skjótastur. Í stað þess að reyna að taka sem stærsta sneið af kökunni ættu stjórnvöld þess í stað að einbeita sér að því að næra og byggja upp hagkerfið til að kakan geti stækkað sem fyrst á nýjan leik. Með því má verja störf, almenn lífskjör og sjálfbærni hagkerfisins til lengri tíma."
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira