Gamli Landsbankinn vill milljarða frá Imon 6. nóvember 2009 06:00 Magnús Ármann Sex skuldamál gamla Landsbankans á hendur eignarhaldsfélaginu Imon ehf. verða tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn kemur. Eitt málanna er langstærst, en þar krefur bankinn Imon um fimm milljarða króna vegna láns til Imons fyrir kaupum félagsins í bankanum sjálfum, nokkrum dögum fyrir hrun í fyrrahaust. Imon ehf. er eignarhaldsfélag í eigu Magnúsar Ármann þar sem hann situr einn í stjórn. Félagið keypti um fjögurra prósenta hlut í Landsbankanum fyrir um fimm milljarða 30. september í fyrra og voru kaupin alfarið fjármögnuð með láni frá Landsbankanum. Að veði voru stofnfjárbréf í Byr, en Imon var stærsti hluthafi Byrs. Kaupin eru nú til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun, það er að kaupin hafi haft þann tilgang einn að hífa upp virði hlutabréfa í bankanum. Nú ætlar gamli Landsbankinn í hart við Imon til að reyna að innheimta þessa fimm milljarða króna skuld, auk fimm annarra smærri skulda, en Landsbankinn var viðskiptabanki Imons. Stofnfjárbréf í Byr voru að veði fyrir öllum lánunum. Hvorki fengust nánari upplýsingar um smærri lánin fimm frá lögmanni Imons né skilanefnd Landsbankans. Landsbankinn hefur þegar gert veðkall í félaginu og leyst til sín stofnfjárbréfin í Byr. Að sögn Geirs Gestssonar, lögmanns Imons, er ágreiningur um fjárhæð krafnanna, á hvaða verði Landsbankinn hafi átt að leysa til sín bréfin í Byr og að hve miklu leyti skuli taka tillit til þess við útreikning á kröfufjárhæðinni. „Við sjáum ekki að það hafi verið tekið tillit til þess við útreikning fjárhæðarinnar," segir Geir. Kröfurnar séu um það bil jafnháar upphaflegu lánsfjárhæðunum, auk vaxta, sem bendi til þess að annaðhvort hafi innleyst veð ekki verið reiknuð inn í kröfurnar, eða þá að stofnbréfin sem lágu að veði hafi verið metin mjög verðlítil. Ekki fengust skýringar á kröfulýsingunum frá skilanefnd Landsbankans. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndarinnar, segir lögfræðinga hennar engar upplýsingar vilja gefa um málið að svo stöddu.stigur@frettabladid.is Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Sex skuldamál gamla Landsbankans á hendur eignarhaldsfélaginu Imon ehf. verða tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn kemur. Eitt málanna er langstærst, en þar krefur bankinn Imon um fimm milljarða króna vegna láns til Imons fyrir kaupum félagsins í bankanum sjálfum, nokkrum dögum fyrir hrun í fyrrahaust. Imon ehf. er eignarhaldsfélag í eigu Magnúsar Ármann þar sem hann situr einn í stjórn. Félagið keypti um fjögurra prósenta hlut í Landsbankanum fyrir um fimm milljarða 30. september í fyrra og voru kaupin alfarið fjármögnuð með láni frá Landsbankanum. Að veði voru stofnfjárbréf í Byr, en Imon var stærsti hluthafi Byrs. Kaupin eru nú til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun, það er að kaupin hafi haft þann tilgang einn að hífa upp virði hlutabréfa í bankanum. Nú ætlar gamli Landsbankinn í hart við Imon til að reyna að innheimta þessa fimm milljarða króna skuld, auk fimm annarra smærri skulda, en Landsbankinn var viðskiptabanki Imons. Stofnfjárbréf í Byr voru að veði fyrir öllum lánunum. Hvorki fengust nánari upplýsingar um smærri lánin fimm frá lögmanni Imons né skilanefnd Landsbankans. Landsbankinn hefur þegar gert veðkall í félaginu og leyst til sín stofnfjárbréfin í Byr. Að sögn Geirs Gestssonar, lögmanns Imons, er ágreiningur um fjárhæð krafnanna, á hvaða verði Landsbankinn hafi átt að leysa til sín bréfin í Byr og að hve miklu leyti skuli taka tillit til þess við útreikning á kröfufjárhæðinni. „Við sjáum ekki að það hafi verið tekið tillit til þess við útreikning fjárhæðarinnar," segir Geir. Kröfurnar séu um það bil jafnháar upphaflegu lánsfjárhæðunum, auk vaxta, sem bendi til þess að annaðhvort hafi innleyst veð ekki verið reiknuð inn í kröfurnar, eða þá að stofnbréfin sem lágu að veði hafi verið metin mjög verðlítil. Ekki fengust skýringar á kröfulýsingunum frá skilanefnd Landsbankans. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndarinnar, segir lögfræðinga hennar engar upplýsingar vilja gefa um málið að svo stöddu.stigur@frettabladid.is
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira