Erlent

Tölvuleikur um svínaflensuna

Mynd/AP
Það er óhætt að segja að tækifærin leynist víða. Að minnsta kosti sá þýski veirufræðingurinn Albert Osterhaus tækifæri í svínaflensunni. Hann hefur nú búið til tölvuleikinn "The Great Flu" eða flensan mikla.

Leikurinn gengur út á að halda heimsfaraldri í skefjum. Þeir sem spila hann eiga að reyna að koma í veg fyrir að flensan breiðist út og nota nokkurs konar skimunarbúnaði til að greina veiruna. Leikmenn geta síðan útdeilt bóluefni og lyfjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×