Dýr leið valin við endurreisn bankanna Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 18. mars 2009 00:01 samsett mynd/kristinn Bandaríski bankinn JP Morgan og Seðlabankinn veltu þeirri hugmynd upp eftir bankahrunið í haust að færa innlán úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju en skilja aðrar eignir eftir í gömlu bönkunum, sem yrðu eignaumsýslufélög og sjá um fjárhagslega endurskipulagningu stærstu fyrirtækja landsins. Eignaumsýslufélögin myndu síðan kaupa til baka öll verstu lán sem lágu í nýju bankana. Kostnaður við færslu á milli gömlu bankanna og nýju yrði enginn að undanskildum innlánum bankanna, sem metin yrðu á 1.300 milljarða króna. Skildi litið á þau sem ígildi greiðslu í reiðufé. Gert var ráð fyrir að enduruppbygging bankakerfisins tæki stuttan tíma og myndi standa eftir tiltölulega lítið bankakerfi. Það myndi svara til 1,5-faldrar landsframleiðslu. Það gamla jafngilti tífaldri landsframleiðslu. Eftir því sem næst verður komist stóð Fjármálaeftirlitið (FME) frammi nokkrum möguleikum í haust. Eftirlitið varð nær einráða um endurskipulagningu bankageirans við setningu neyðarlaga í október. Það valdi þá leið að taka yfir innlendar eignir bankanna til að tryggja eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna hér. Alþjóðleg starfsemi var skilin frá innlendri starfsemi. Þá yfirtóku nýju bankarnir allar innstæðuskuldbindingar gömlu bankanna hér auk stærsta hluta þeirra eigna sem tengjast íslenskri starfsemi. Í kjölfarið hófst vinna við verðmat á gömlu og nýju bönkunum. Breska fjármálafyrirtækið Oliver Wyman sér um verðmat nýju bankanna og mun það liggja fyrir í næsta mánuði. Áætlað er að bankarnir gefi út skuldabréf upp á tæpa fjögur hundruð milljarða, sem rennur til þeirra gömlu í skiptum fyrir eignir. Viðmælendur Markaðarins segja þetta afar kostnaðarsama lausn. Hætta sé á að það verði of þunglamalegt og geti reynt bönkunum ofviða. Því hafi verið betra að fara að tillögum JP Morgans á sínum tíma fremur en FME. Sambærilegar hugmyndir og þær sem JP Morgan og Seðlabankinn höfðu uppi á borðinu í fyrrahaust hafa gengið í endurnýjun lífdaga í tillögum sem Jón Gunnar Jónsson hefur unnið. Jón hefur um árabil starfað hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch víða um heim en tillögurnar hefur hann kynnt þingmönnum og öðrum embættismönnum síðustu vikur. Tillögurnar ganga nokkuð lengra en hugmyndir JP Morgan en í þeim felst meðal annars að fyrirtæki verði ráðið sem hafi reynslu af því að þefa uppi eignir sem komið hafi verið undan í skjólum. Jón nefnir bandaríska ráðgjafarfyrirtækið Kroll Associates sem dæmi en það hefur þefað uppi eignir Saddams Husseins, fyrrum einræðisherra Íraks, sem hann hafði komið undan. Markaðir Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira
Bandaríski bankinn JP Morgan og Seðlabankinn veltu þeirri hugmynd upp eftir bankahrunið í haust að færa innlán úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju en skilja aðrar eignir eftir í gömlu bönkunum, sem yrðu eignaumsýslufélög og sjá um fjárhagslega endurskipulagningu stærstu fyrirtækja landsins. Eignaumsýslufélögin myndu síðan kaupa til baka öll verstu lán sem lágu í nýju bankana. Kostnaður við færslu á milli gömlu bankanna og nýju yrði enginn að undanskildum innlánum bankanna, sem metin yrðu á 1.300 milljarða króna. Skildi litið á þau sem ígildi greiðslu í reiðufé. Gert var ráð fyrir að enduruppbygging bankakerfisins tæki stuttan tíma og myndi standa eftir tiltölulega lítið bankakerfi. Það myndi svara til 1,5-faldrar landsframleiðslu. Það gamla jafngilti tífaldri landsframleiðslu. Eftir því sem næst verður komist stóð Fjármálaeftirlitið (FME) frammi nokkrum möguleikum í haust. Eftirlitið varð nær einráða um endurskipulagningu bankageirans við setningu neyðarlaga í október. Það valdi þá leið að taka yfir innlendar eignir bankanna til að tryggja eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna hér. Alþjóðleg starfsemi var skilin frá innlendri starfsemi. Þá yfirtóku nýju bankarnir allar innstæðuskuldbindingar gömlu bankanna hér auk stærsta hluta þeirra eigna sem tengjast íslenskri starfsemi. Í kjölfarið hófst vinna við verðmat á gömlu og nýju bönkunum. Breska fjármálafyrirtækið Oliver Wyman sér um verðmat nýju bankanna og mun það liggja fyrir í næsta mánuði. Áætlað er að bankarnir gefi út skuldabréf upp á tæpa fjögur hundruð milljarða, sem rennur til þeirra gömlu í skiptum fyrir eignir. Viðmælendur Markaðarins segja þetta afar kostnaðarsama lausn. Hætta sé á að það verði of þunglamalegt og geti reynt bönkunum ofviða. Því hafi verið betra að fara að tillögum JP Morgans á sínum tíma fremur en FME. Sambærilegar hugmyndir og þær sem JP Morgan og Seðlabankinn höfðu uppi á borðinu í fyrrahaust hafa gengið í endurnýjun lífdaga í tillögum sem Jón Gunnar Jónsson hefur unnið. Jón hefur um árabil starfað hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch víða um heim en tillögurnar hefur hann kynnt þingmönnum og öðrum embættismönnum síðustu vikur. Tillögurnar ganga nokkuð lengra en hugmyndir JP Morgan en í þeim felst meðal annars að fyrirtæki verði ráðið sem hafi reynslu af því að þefa uppi eignir sem komið hafi verið undan í skjólum. Jón nefnir bandaríska ráðgjafarfyrirtækið Kroll Associates sem dæmi en það hefur þefað uppi eignir Saddams Husseins, fyrrum einræðisherra Íraks, sem hann hafði komið undan.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira