„Græna“ fólkið og skotmörkin 17. október 2009 06:00 Við sem störfum í íslenska orkugeiranum búum í tvískiptri veröld þegar kemur að umræðum um umhverfismál. Á erlendri grundu snýst umhverfisumræðan gjarnan um loftslagsmál jarðar og mikilvægi þess að draga - hnattrænt - úr notkun jarðefnaeldsneytis á borð við olíu og kol. Ræddar eru leiðir til að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa á borð við vatnsafl, vindorku og jarðvarma. Íslendingar eru venjulega í mjög sérstakri stöðu á slíkum fundum, okkar staða er algjörlega einstök, við erum „græna" fólkið á svæðinu og rúmlega það. Hér er hlutur endurnýjanlegra orkugjafa um 80% á meðan t.d. Evrópusambandið hefur sett sér markmið um að ná 20% hlutfalli árið 2020. Hér eru rafmagn og hiti græn orka. Flest Evrópulönd hafa raunar þegar virkjað miklum mun hærra hlutfall af sínu vatnsafli en við höfum gert. Dæmi eru Noregur, Sviss og Austurríki, þar sem náttúrufegurð er mikil líkt og hérlendis. Færri ríki hafa hins vegar mikinn aðgang að jarðvarma líkt og við, en hann er þó mikið nýttur t.d. í Toscana-héraði á Ítalíu. Hér á Íslandi snýst umhverfisumræðan iðulega líka um nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa, en á þveröfugum forsendum. Sum okkar sem starfa í orkugeiranum sóttu t.d. umhverfisþing á dögunum. Þar voru flutt ýmis fróðleg erindi, ráðuneytið kynnti vandaða skýrslu og margt jákvætt um þingið að segja. En á þinginu fundu margir hjá sér þörf fyrir að gera grín að íslenskum orkufyrirtækjum og jafnvel ausa yfir þau skömmum. Hópur fólks hló og klappaði þegar orkufyrirtækin fengu það óþvegið eða hótfyndni var beint í þeirra garð. Græna fólkið á erlendum umhverfisfundum er í hlutverki viðurkenndra skotmarka á umhverfisfundum hérlendis. Og umræðan skilar engu. Formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna ávarpaði stóran fund hér á dögunum. Hann hrósaði Íslendingum fyrir forystu í baráttunni fyrir minni losun gróðurhúsalofttegunda. Þeir ættu miklar endurnýjanlegar orkuauðlindir og skildu mikilvægi þess að nota þær. Mörgum leið eins og þau væru á fundi erlendis. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Við sem störfum í íslenska orkugeiranum búum í tvískiptri veröld þegar kemur að umræðum um umhverfismál. Á erlendri grundu snýst umhverfisumræðan gjarnan um loftslagsmál jarðar og mikilvægi þess að draga - hnattrænt - úr notkun jarðefnaeldsneytis á borð við olíu og kol. Ræddar eru leiðir til að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa á borð við vatnsafl, vindorku og jarðvarma. Íslendingar eru venjulega í mjög sérstakri stöðu á slíkum fundum, okkar staða er algjörlega einstök, við erum „græna" fólkið á svæðinu og rúmlega það. Hér er hlutur endurnýjanlegra orkugjafa um 80% á meðan t.d. Evrópusambandið hefur sett sér markmið um að ná 20% hlutfalli árið 2020. Hér eru rafmagn og hiti græn orka. Flest Evrópulönd hafa raunar þegar virkjað miklum mun hærra hlutfall af sínu vatnsafli en við höfum gert. Dæmi eru Noregur, Sviss og Austurríki, þar sem náttúrufegurð er mikil líkt og hérlendis. Færri ríki hafa hins vegar mikinn aðgang að jarðvarma líkt og við, en hann er þó mikið nýttur t.d. í Toscana-héraði á Ítalíu. Hér á Íslandi snýst umhverfisumræðan iðulega líka um nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa, en á þveröfugum forsendum. Sum okkar sem starfa í orkugeiranum sóttu t.d. umhverfisþing á dögunum. Þar voru flutt ýmis fróðleg erindi, ráðuneytið kynnti vandaða skýrslu og margt jákvætt um þingið að segja. En á þinginu fundu margir hjá sér þörf fyrir að gera grín að íslenskum orkufyrirtækjum og jafnvel ausa yfir þau skömmum. Hópur fólks hló og klappaði þegar orkufyrirtækin fengu það óþvegið eða hótfyndni var beint í þeirra garð. Græna fólkið á erlendum umhverfisfundum er í hlutverki viðurkenndra skotmarka á umhverfisfundum hérlendis. Og umræðan skilar engu. Formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna ávarpaði stóran fund hér á dögunum. Hann hrósaði Íslendingum fyrir forystu í baráttunni fyrir minni losun gróðurhúsalofttegunda. Þeir ættu miklar endurnýjanlegar orkuauðlindir og skildu mikilvægi þess að nota þær. Mörgum leið eins og þau væru á fundi erlendis. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar