Góður árangur við erfiðar aðstæður Óskar Bergsson skrifar 17. október 2009 06:00 Sex mánaða uppgjör Reykjavíkurborgar birtir tvær mismunandi niðurstöður í efnahagsumhverfi borgarinnar. Annars vegar er það rekstur Reykjavíkurborgar þar sem tekist hefur að ná frábærum árangri við erfiðar aðstæður og hins vegar ytra umhverfi, gengisfall krónunnar og áhrif þess á eiginfjárhlutfall B-hluta fyrirtækjanna. Jákvæða niðurstaðan er án efa rekstur borgarinnar sjálfrar. Rekstarniðurstaðan var nær 227 milljónum króna betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Halli á rekstrinum fyrstu sex mánuði ársins kemur fyrst og fremst fram í Eignasjóði borgarinnar þar sem gengisáhrifin koma fram auk þess sem sala á byggingarrétti hefur dregist mikið saman. Strax um mitt síðasta ár var ljóst að yfirstandandi rekstrarár yrði erfitt, þó að engan óraði þá fyrir því hversu erfitt það yrði í raun. Í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2009 var því strax ráðist í að minnka kostnað og auka rekstraraðhald. Laun yfirstjórnenda og kjörinna fulltrúa voru lækkuð um 10%, yfirvinna hundraða borgarstarfsmanna var skert og aksturssamningar yfirfarnir. Lagst var í umfangsmikla vinnu við að finna leiðir til sparnaðar og aðhalds á öllum sviðum. Ein leið af mörgum var að leita til starfsfólks borgarinnar eftir hugmyndum til sparnaðar. Það tókst svo vel að Reykjavíkurborg hefur verið tilnefnd til verðlauna fyrir nýsköpun við gerð fjárhagsáætlunar af samtökum evrópskra höfuðborga. Allt var þetta gert í því skyni að standa vörð um grunnþjónustu, vernda störf fastráðinna starfsmanna, hækka ekki gjaldskrár og leggja fjármagn í atvinnuskapandi verkefni. Allt hefur þetta gengið eftir. Þessu til viðbótar var eftirlit með rekstrinum aukið og eru rekstaryfirlit nú yfirfarin mánaðarlega í borgarráði. Áherslan er skýr: Rekstraráætlun borgarinnar er metnaðarfull og við ætlum að standa við hana. Minnihlutinn gagnrýndi framlagða fjárhagsáætlun á sínum tíma fyrir það að vera ekki raunhæf. Sex mánaða uppgjörið sannar að svo var ekki og er það mikill sigur fyrir meirihlutann í borginni og allt það starfsfólk sem lagt hefur mikið á sig til að ná þessum árangri. Neikvæða niðurstaðan í sex mánaða uppgjörinu er hins vegar heildarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar og þeirra 11 fyrirtækja sem eru í eigu borgarinnar. Helsta stærðin í því er erlendar skuldir Orkuveitu Reykjavíkur. Það er hins vegar mjög mikilvægt að horfa til þess að langstærsti hluti skuldsetningarinnar er vegna framkvæmda sem gefa tekjur í erlendri mynt. Erfiðleikarnir eru fyrst og fremst óhagstæð gjaldeyrisskráning á framkvæmdatímanum og lokun fjármagnsmarkaða til Íslands eftir hrun. Niðurstaða sex mánaða uppgjörs Reykjavíkurborgar er skýr: Áætlanir sem snúa að þeim hluta rekstursins sem borgaryfirvöld hafa tök á að stýra er á áætlun og því ber að fagna. Hins vegar og því miður eru þeir þættir sem snúa að ytri þáttum eins og stjórnun efnahagsmála ríkisins ekki að ganga upp og í því liggur vandi Reykjavíkurborgar, rétt eins og heimilanna og fyrirtækjanna í landinu. Höfundur er formaður Borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Sex mánaða uppgjör Reykjavíkurborgar birtir tvær mismunandi niðurstöður í efnahagsumhverfi borgarinnar. Annars vegar er það rekstur Reykjavíkurborgar þar sem tekist hefur að ná frábærum árangri við erfiðar aðstæður og hins vegar ytra umhverfi, gengisfall krónunnar og áhrif þess á eiginfjárhlutfall B-hluta fyrirtækjanna. Jákvæða niðurstaðan er án efa rekstur borgarinnar sjálfrar. Rekstarniðurstaðan var nær 227 milljónum króna betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Halli á rekstrinum fyrstu sex mánuði ársins kemur fyrst og fremst fram í Eignasjóði borgarinnar þar sem gengisáhrifin koma fram auk þess sem sala á byggingarrétti hefur dregist mikið saman. Strax um mitt síðasta ár var ljóst að yfirstandandi rekstrarár yrði erfitt, þó að engan óraði þá fyrir því hversu erfitt það yrði í raun. Í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2009 var því strax ráðist í að minnka kostnað og auka rekstraraðhald. Laun yfirstjórnenda og kjörinna fulltrúa voru lækkuð um 10%, yfirvinna hundraða borgarstarfsmanna var skert og aksturssamningar yfirfarnir. Lagst var í umfangsmikla vinnu við að finna leiðir til sparnaðar og aðhalds á öllum sviðum. Ein leið af mörgum var að leita til starfsfólks borgarinnar eftir hugmyndum til sparnaðar. Það tókst svo vel að Reykjavíkurborg hefur verið tilnefnd til verðlauna fyrir nýsköpun við gerð fjárhagsáætlunar af samtökum evrópskra höfuðborga. Allt var þetta gert í því skyni að standa vörð um grunnþjónustu, vernda störf fastráðinna starfsmanna, hækka ekki gjaldskrár og leggja fjármagn í atvinnuskapandi verkefni. Allt hefur þetta gengið eftir. Þessu til viðbótar var eftirlit með rekstrinum aukið og eru rekstaryfirlit nú yfirfarin mánaðarlega í borgarráði. Áherslan er skýr: Rekstraráætlun borgarinnar er metnaðarfull og við ætlum að standa við hana. Minnihlutinn gagnrýndi framlagða fjárhagsáætlun á sínum tíma fyrir það að vera ekki raunhæf. Sex mánaða uppgjörið sannar að svo var ekki og er það mikill sigur fyrir meirihlutann í borginni og allt það starfsfólk sem lagt hefur mikið á sig til að ná þessum árangri. Neikvæða niðurstaðan í sex mánaða uppgjörinu er hins vegar heildarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar og þeirra 11 fyrirtækja sem eru í eigu borgarinnar. Helsta stærðin í því er erlendar skuldir Orkuveitu Reykjavíkur. Það er hins vegar mjög mikilvægt að horfa til þess að langstærsti hluti skuldsetningarinnar er vegna framkvæmda sem gefa tekjur í erlendri mynt. Erfiðleikarnir eru fyrst og fremst óhagstæð gjaldeyrisskráning á framkvæmdatímanum og lokun fjármagnsmarkaða til Íslands eftir hrun. Niðurstaða sex mánaða uppgjörs Reykjavíkurborgar er skýr: Áætlanir sem snúa að þeim hluta rekstursins sem borgaryfirvöld hafa tök á að stýra er á áætlun og því ber að fagna. Hins vegar og því miður eru þeir þættir sem snúa að ytri þáttum eins og stjórnun efnahagsmála ríkisins ekki að ganga upp og í því liggur vandi Reykjavíkurborgar, rétt eins og heimilanna og fyrirtækjanna í landinu. Höfundur er formaður Borgarráðs.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun