Greining: Lítill munur á efnahagsspám fyrir Ísland 23. október 2009 13:09 Lítill munur er á þeirri efnahagsspá sem hagdeild Alþýðusambands Íslands (ASÍ) birti í gær og þeim hagspám sem birtar voru í upphafi þessa mánaðar af fjármálaráðuneytinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að spár þessara aðila hljóða upp á um 8,1-8,5% samdrátt landsframleiðslu í ár og um 1,9-2,9% samdrátt til viðbótar á næsta ári. Í spánum er reiknað með 8,2-8,6% atvinnuleysi í ár og að það nái hámarki í 10,0-10,6% á næsta ári. Þá er í spánum reiknað með því að hratt dragi úr verðbólgu á næstunni og að hún verði 3,1-5,0% á næsta ári. Þar felst munurinn aðallega í forsendum um hvort gengi krónunnar haldist stöðugt eða styrkist á næstu misserum en enginn þessara aðila er að spá því að krónan veikist frekar. Breytingarnar í hagspám allra þessara aðila undanfarið hafa verið á þann veg að nú er gert ráð fyrir minni samdrætti landsframleiðslu í ár en áður var áætlað. Hagþróun það sem af er ári sýnir að þær spár sem þessir aðilar og fleiri birtu fyrst eftir hrun bankanna í fyrra voru of svartsýnar hvað efnahagsþróunina í ár varðar. Á móti eru þessir aðilar nú að reikna með meiri samdrætti á næsta ári en í fyrri spám. Þannig er búist við að nokkuð sé enn í botn kreppunnar. Sem dæmi má nefna þá spáði hagdeild ASÍ því í byrjun júlí á þessu ári að samdrátturinn yrði 10,0% í ár og 1,0% á næsta ári. Nú spáir deildin því að samdrátturinn í ár verði 8,1% en 2,9% á næsta ári. Líkt og AGS og fjármálaráðuneytið reiknar hagdeild ASÍ með því að efnahagslægðin nái botni á fyrri hluta næsta árs. Allar ofangreindar spár lýsa því hvað verður ef efnahagsáætlun AGS og íslenskra stjórnvalda gengur upp. Ber að taka spánum með það í huga. Óhætt er að segja að margt hefur þar gengið hægar en upprunalega var áætlað. Stöðugleiki hefur hins vegar náðst á gjaldeyrismarkaði en í öllum spánum er reiknað með því að krónan annað hvort haldist stöðug eða styrkist á næstunni. Þannig reiknar hagdeild ASÍ með því að gengisvísitalan verði 217 á næsta ári að meðaltali og 208 árið 2012 en nú er vísitalan í 234 stigum. Miðað við þá miklu óvissu sem er í efnahagsmálum er hér um ótrúlega lítinn mun í spánum að ræða. Er það ekki nýtt að efnahagspá ráðuneytisins er keimlík spá AGS. Í apríl á þessu ári birti AGS spá um 10,2% samdrátt hér á landi í ár en maí birti ráðuneytið spá um að samdrátturinn yrði 10,6% í ár. Þá var AGS að spá verðbólgu í 10,6% í ár og atvinnuleysi í 9,7% en fjármálaráðuneytið verðbólgu í 10,2% og atvinnuleysinu í 9,6%. Allir ofangreindir aðilar reikna með því að Seðlabankinn beiti áfram fremur aðhaldssamri peningastefnu en samt að bankinn verði kominn með stýrivexti sína, sem nú eru 12%, niður í 9% í lok árs og að þeir verið að meðaltali 8% á næsta ári og á árunum 2011 og 2012 í kringum 7%. Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira
Lítill munur er á þeirri efnahagsspá sem hagdeild Alþýðusambands Íslands (ASÍ) birti í gær og þeim hagspám sem birtar voru í upphafi þessa mánaðar af fjármálaráðuneytinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að spár þessara aðila hljóða upp á um 8,1-8,5% samdrátt landsframleiðslu í ár og um 1,9-2,9% samdrátt til viðbótar á næsta ári. Í spánum er reiknað með 8,2-8,6% atvinnuleysi í ár og að það nái hámarki í 10,0-10,6% á næsta ári. Þá er í spánum reiknað með því að hratt dragi úr verðbólgu á næstunni og að hún verði 3,1-5,0% á næsta ári. Þar felst munurinn aðallega í forsendum um hvort gengi krónunnar haldist stöðugt eða styrkist á næstu misserum en enginn þessara aðila er að spá því að krónan veikist frekar. Breytingarnar í hagspám allra þessara aðila undanfarið hafa verið á þann veg að nú er gert ráð fyrir minni samdrætti landsframleiðslu í ár en áður var áætlað. Hagþróun það sem af er ári sýnir að þær spár sem þessir aðilar og fleiri birtu fyrst eftir hrun bankanna í fyrra voru of svartsýnar hvað efnahagsþróunina í ár varðar. Á móti eru þessir aðilar nú að reikna með meiri samdrætti á næsta ári en í fyrri spám. Þannig er búist við að nokkuð sé enn í botn kreppunnar. Sem dæmi má nefna þá spáði hagdeild ASÍ því í byrjun júlí á þessu ári að samdrátturinn yrði 10,0% í ár og 1,0% á næsta ári. Nú spáir deildin því að samdrátturinn í ár verði 8,1% en 2,9% á næsta ári. Líkt og AGS og fjármálaráðuneytið reiknar hagdeild ASÍ með því að efnahagslægðin nái botni á fyrri hluta næsta árs. Allar ofangreindar spár lýsa því hvað verður ef efnahagsáætlun AGS og íslenskra stjórnvalda gengur upp. Ber að taka spánum með það í huga. Óhætt er að segja að margt hefur þar gengið hægar en upprunalega var áætlað. Stöðugleiki hefur hins vegar náðst á gjaldeyrismarkaði en í öllum spánum er reiknað með því að krónan annað hvort haldist stöðug eða styrkist á næstunni. Þannig reiknar hagdeild ASÍ með því að gengisvísitalan verði 217 á næsta ári að meðaltali og 208 árið 2012 en nú er vísitalan í 234 stigum. Miðað við þá miklu óvissu sem er í efnahagsmálum er hér um ótrúlega lítinn mun í spánum að ræða. Er það ekki nýtt að efnahagspá ráðuneytisins er keimlík spá AGS. Í apríl á þessu ári birti AGS spá um 10,2% samdrátt hér á landi í ár en maí birti ráðuneytið spá um að samdrátturinn yrði 10,6% í ár. Þá var AGS að spá verðbólgu í 10,6% í ár og atvinnuleysi í 9,7% en fjármálaráðuneytið verðbólgu í 10,2% og atvinnuleysinu í 9,6%. Allir ofangreindir aðilar reikna með því að Seðlabankinn beiti áfram fremur aðhaldssamri peningastefnu en samt að bankinn verði kominn með stýrivexti sína, sem nú eru 12%, niður í 9% í lok árs og að þeir verið að meðaltali 8% á næsta ári og á árunum 2011 og 2012 í kringum 7%.
Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira