Erlent

Hvöttu Abbas til að halda áfram

Abbas var á ferðinni á Vesturbakkanum í dag. Myndin er ekki frá útifundinum. Mynd/AP
Abbas var á ferðinni á Vesturbakkanum í dag. Myndin er ekki frá útifundinum. Mynd/AP

Fjölmargir Palestínumanna komu saman á útifundi á Vesturbakkanum og hvöttu Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, til gefa kost á sér til

endurkjörs í forsetakosningunum sem haldnar verða í janúar næstkomandi. Forsetinn lýsti því yfir helgi að hann ætli ekki að taka þátt í kosningunum.

Fatha-hreyfingin skoraði á fólk að mæta á útifundinn og talið er að tugþúsundir Palestínumanna hafi svarað því kalli.

Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels, telur að um herbragð sé að ræða og að Abbas hafi ekki hug á að hætta afskiptum af stjórnmálum.

Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, sagði aftur á móti í dag að Abbas væri full alvara með yfirlýsingu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×