Erlent

Hvetur Skota til að sleppa ekki hryðjuverkamanni

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill ekki að Megrahi verði sleppt.
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill ekki að Megrahi verði sleppt.
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur hvatt dómsstóla í Skotlandi að sleppa ekki Abdel-baset Ali Mohmed al Megrahi úr haldi. Megrahi er nú í lífstíðarfangelsi fyrir að bera ábyrgð á Lockerbie hryðjuverkinu þar sem 270 létust þegar sprengja sprakk í flugvél frá Pan am yfir bænum Lockerbie í Skotlandi.

Til stendur að sleppa honum úr fangelsi þar sem hann berst nú við krabbamein. Líbönsk stjórnvöld hafa beðið um að fá hann framseldan þar sem hann mun sitja af sér dóminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×