Erlent

Sundmaðurinn í Burma látinn laus

John Yettaw er kominn til Tælands þar sem hann undirgengst læknisrannsókn.
John Yettaw er kominn til Tælands þar sem hann undirgengst læknisrannsókn. Mynd/Ap

John Yettaw, Bandaríkjamaðurinn sem synti yfir stöðuvatn til þess að heimsækja Búrmíska stjórnarandstöðuleiðtogann Aung San Suu Kyi hefur verið látinn laus.

Suu Kyi var dæmd í áframhaldandi stofufangelsi fyrir að hleypa manninum inn á heimili sitt eftir sundið en sundmaðurinn var dæmdur til sjö ára fangelsisvistar.

Bandarískur þingmaður hélt til Búrma um helgina og fékk Yettaw lausan úr haldi en hann er ekki sagður ganga heill til skógar. Hann hefur meðal annars sagt að hann Guð hafi sent hann á fund Suu Kyi, en með athæfinu hefur hann sennilega komið í veg fyrir að hún gæti tekið þátt í komandi kosningunm í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×