Erlent

Kókaíndollarar algengir í Bandaríkjunum

Á níu af hverjum tíu peningaseðlum í umferð í Bandaríkjunum má finna leifar af Kókaíni. Þetta kemur fram í nýrri alþjóðlegri rannsókn þar sem skoðaðir voru seðlar frá þrjátíu borgum í Bandaríkjunum auk þess sem seðlar frá Japan, Canada, Brasilíu og Kína.

Þegar seðlar frá borgum á borð við Baltimore, Boston og Detroit voru skoðaðir kom í ljós mun hærra hlutfall og í höfuðborginni Washington voru um 95 prósent seðlanna með leifum af efninu. Seðlarnir geta mengast af kókaíni þegar neytendur kókaíns nota þá til þess að sjúga efnið upp í nefið á sér en efnið dreifist á milli seðla þegar verið er að telja þá eða þegar þeim er staflað saman við seðla sem áður hafa verið notaðir í eiturlyfjaviðskiptum.

Mest var um kókaínið á seðlum frá Bandaríkjunum og Kanada en aðeins fannst efnið á um 12 til 15 prósent þeirra seðla sem komu frá Japan og Kína. Kókaín virðist hins vegar í litlum metum hjá mormónum í Utah en höfuðborgin Salt Lake City kom best út í könnuninni á meðal borga í bandaríkjunum. Sömu vísindamenn gerðu eins könnun fyrir tveimur árum og segja þeir að útfrá þessum upplýsingum megi áætla að kókaín notkun í Bandaríkjunum hafi aukist um 20 prósent á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×