Erlent

19 látnir í sprengingu í Ingúsetsíu

Eyðileggingin er gríðarleg eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í morgun.
Eyðileggingin er gríðarleg eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í morgun. MYND/AP

Að minnsta kosti nítján eru látnir eftir að sprengja sprakk við höfuðstöðvar lögreglunnar í Ingúsetsíu sem er múslímskt sjálfstjórnarhérað í Rússlandi. Sprengingin varð í Nazran, stærstu borg héraðsins og talið er að hún hafi innihaldið 20 kílógrömm af sprengiefninu TNT.

60 manns slösuðust hið minnsta í tilræðinu en Óljóst er hverjir standa að tilræðinu en um sjálfsmorðssprengingu var að ræða að sögn vitna. Í síðustu viku var framkvæmdamálaráðherra héraðsins myrtur af óþekktum byssumanni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×