Handbolti

Stjörnustúlkur á toppinn

Elvar Geir Magnússon skrifar

Stjarnan komst í kvöld í efsta sæti N1-deildar kvenna í handbolta þegar liðið vann útisigur á Val 23-17. Stjarnan er með 26 stig eftir 14 leiki og er stigi á undan Haukastúlkum sem eru í öðru sæti.

Þorgerður Anna Atladóttir var markahæst hjá Stjörnunni með fimm mörk en Hrafnhildur Skúladóttir skoraði mest fyrir Val, einnig fimm mörk. Valsstúlkur eru í þriðja sætinu með 18 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×