OECD bjartsýnna á horfur í stærstu hagkerfunum 3. september 2009 12:11 OECD er í nýrri spá öllu bjartsýnna á hagþróun stærstu hagkerfa heims það sem eftir lifir árs en stofnunin var í síðustu spá sinni í júní síðastliðnum. Sér í lagi telur hún að samdráttur í Japan og stærstu löndum evrusvæðis verði minni en áður var talið. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að OECD birti í morgun uppfærða spá um hagþróun á seinni hluta ársins í hinum svokölluðu G-7 löndum, þ.e. Bandaríkjunum, Japan, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi og Kanada. Telur stofnunin að hagvöxtur verði á þriðja ársfjórðungi alls staðar nema í Ítalíu, Bretlandi og Kanada, og hvarvetna að Japan undanskildu á síðasta fjórðungi ársins. Á heildina litið mun vöxtur taka við af samdrætti meðal G-7 landa á seinni hluta ársins. OECD telur þó eftir sem áður að samdráttur muni mælast í landsframleiðslu hjá öllum G-7 löndunum þegar yfirstandandi ár er borið saman við árið 2008. Samdrátturinn verður að mati stofnunarinnar minnstur í Frakklandi, 2,1%, en mestur í Japan, 5,6%. Spáin fyrir Japan er þó töluvert bjartsýnni nú en í júní, þegar OECD spáði 6,8% samdrætti í landinu á milli ára. Í Bandaríkjunum er eftir sem áður spáð 2,8% samdrætti á árinu í heild, en spáin fyrir evrusvæði gerir nú ráð fyrir 3,9% samdrætti í stað 4,8% samdráttar í júníspánni. Það er aðeins í tilfelli Bretlands sem stofnunin er svartsýnni nú en hún var í júní, en þar er nú spáð 4,7% samdrætti á árinu í stað 4,3% samdráttar áður. Skánandi hagvaxtarhorfur hjá stóru iðnríkjunum hljóta að vera jákvæð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið. Batinn í íslensku efnahagslífi er mjög háður því að hjól hins alþjóðlega efnahagslífs taki að snúast að nýju eftir heimskreppuna sem dundi yfir á síðasta ári. Taki vöxtur við sér meðal iðnríkja heims skilar það sér fljótt í meiri eftirspurn eftir okkar helstu útflutningsvörum og væntanlega einnig í auknum ferðamannastraumi til Íslands. Sér í lagi skiptir Íslendinga miklu að evrusvæðið taki að rétta úr kútnum, enda er u.þ.b. 60% af vöruútflutningi okkar til svæðisins og umtalsverður hluti ferðamannastraums hingað til lands er upprunninn þaðan. Þann skugga ber þó á að horfur í einu af okkar helstu viðskiptalöndum, Bretlandi, eru enn að versna ef marka má spá OECD. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
OECD er í nýrri spá öllu bjartsýnna á hagþróun stærstu hagkerfa heims það sem eftir lifir árs en stofnunin var í síðustu spá sinni í júní síðastliðnum. Sér í lagi telur hún að samdráttur í Japan og stærstu löndum evrusvæðis verði minni en áður var talið. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að OECD birti í morgun uppfærða spá um hagþróun á seinni hluta ársins í hinum svokölluðu G-7 löndum, þ.e. Bandaríkjunum, Japan, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi og Kanada. Telur stofnunin að hagvöxtur verði á þriðja ársfjórðungi alls staðar nema í Ítalíu, Bretlandi og Kanada, og hvarvetna að Japan undanskildu á síðasta fjórðungi ársins. Á heildina litið mun vöxtur taka við af samdrætti meðal G-7 landa á seinni hluta ársins. OECD telur þó eftir sem áður að samdráttur muni mælast í landsframleiðslu hjá öllum G-7 löndunum þegar yfirstandandi ár er borið saman við árið 2008. Samdrátturinn verður að mati stofnunarinnar minnstur í Frakklandi, 2,1%, en mestur í Japan, 5,6%. Spáin fyrir Japan er þó töluvert bjartsýnni nú en í júní, þegar OECD spáði 6,8% samdrætti í landinu á milli ára. Í Bandaríkjunum er eftir sem áður spáð 2,8% samdrætti á árinu í heild, en spáin fyrir evrusvæði gerir nú ráð fyrir 3,9% samdrætti í stað 4,8% samdráttar í júníspánni. Það er aðeins í tilfelli Bretlands sem stofnunin er svartsýnni nú en hún var í júní, en þar er nú spáð 4,7% samdrætti á árinu í stað 4,3% samdráttar áður. Skánandi hagvaxtarhorfur hjá stóru iðnríkjunum hljóta að vera jákvæð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið. Batinn í íslensku efnahagslífi er mjög háður því að hjól hins alþjóðlega efnahagslífs taki að snúast að nýju eftir heimskreppuna sem dundi yfir á síðasta ári. Taki vöxtur við sér meðal iðnríkja heims skilar það sér fljótt í meiri eftirspurn eftir okkar helstu útflutningsvörum og væntanlega einnig í auknum ferðamannastraumi til Íslands. Sér í lagi skiptir Íslendinga miklu að evrusvæðið taki að rétta úr kútnum, enda er u.þ.b. 60% af vöruútflutningi okkar til svæðisins og umtalsverður hluti ferðamannastraums hingað til lands er upprunninn þaðan. Þann skugga ber þó á að horfur í einu af okkar helstu viðskiptalöndum, Bretlandi, eru enn að versna ef marka má spá OECD.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira