Lífið

Rope Yoga-setrið opnar útibú í Arizona

Þjálfun að hætti stjarnanna
Guðni Gunnarsson, Rope Yoga-gúru, hyggst loksins bjóða Íslendingum upp á sömu þjálfun og hann notaði fyrir Hollywood-stjörnurnar Kim Basinger og Brandon Routh. Hann er jafnframt að fara að opna Rope Yoga-setur í Arizona.
Þjálfun að hætti stjarnanna Guðni Gunnarsson, Rope Yoga-gúru, hyggst loksins bjóða Íslendingum upp á sömu þjálfun og hann notaði fyrir Hollywood-stjörnurnar Kim Basinger og Brandon Routh. Hann er jafnframt að fara að opna Rope Yoga-setur í Arizona.

„Við erum að fara bjóða upp á þessa Glómotion-þjálfun sem ég notaði meðal annars með Kim Basinger og Brandon Routh," segir Guðni Gunnarsson, Rope Yoga-gúrú okkar Íslendinga. Guðni vakti mikla athygli á sínum tíma þegar fjölmiðlar greindu frá því að áðurnefndir leikarar væru meðal skjólstæðinga hans í Hollywood þar sem hann bjó í sextán ár.

Guðni undirbjó Routh meðal annars fyrir þá miklu athygli sem hann myndi hljóta í kjölfar Ofurmennis-myndarinnar með Glómotion-æfingunum. Guðni og Ofurmennið urðu miklir vinir og var Guðna meðal annars boðið í brúðkaup leikarans. Hann viðurkennir reyndar að hann hafi ekki heyrt frá Routh í töluverðan tíma en bjóst við að það myndi breytast í lok þessa árs en þá ætlar fjölskyldan að fara á fornar slóðir og halda upp á jól og nýtt ár í Los Angeles.

Of mikið pláss fer í að útskýra Glómotion-þjálfunina í þaula en í stuttu máli, að sögn Guðna, er reynt að ná sem mestu út úr líkamanum á sem skemmstum tíma með því að láta hann alltaf vera að gera eitthvað nýtt. Svo mörg voru þau orð. Annars er í nægu að snúast hjá Guðna því Rope Yoga-setrið er að opna útibú meðal kúrekanna í Arizona. „Við ætlum ekkert sjálf að flytja út heldur ætlum við bara að ýta þessu úr vör. Við munum þjálfa starfsfólkið til að sinna þessu fyrir okkur þannig og sinnum bara markaðssetningunni héðan," segir Guðni, hvergi banginn við útrásina.

„Hugmyndin var alltaf sú að Rope Yoga-setrið hér yrði svona sýnishorn og að það myndi fara út um allan heim."- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.