Erlent

Forbes: Obama valdamesti maður jarðar

Forbes tímaritið bandaríska hefur tekið saman lista yfir 67 valdamestu einstaklina jarðarkringlunnar. Á toppi listans trónir Barack Obama bandaríkjaforseti og í öðru sæti er kollegi hans í Kína, Hu Jintao. Þriðja sætið vermir síðan Vladimir Putin, forsætisráðherra Rússlands og fyrrverandi forseti og í því fjórða er Ben S. Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.

Eigendur Google, þeir Sergey Brin og Larry Page deila fimmta sætinu og í því sjötta er mexíkanski milljarðamæringurinn Carlos Slim Helu. Ástralski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch er í sjöunda sæti og Michael T. Duke, forstjóri Wal-Mart verslanakeðjunnar er í því áttunda. Konungur Sádí Arabíu, Sultan bin Abdul Aziz Al Saud nær í níunda sætið og í því tíunda er milljarðamæringurinn Bill Gates.

Konur eru ekki sérstaklega fyrirferðarmiklar á lista Forbes en samkvæmt honum er Þýskalandskanslarinn Angela Merkel sú valdamesta en hún nær aðeins í 15 sæti. Næst valdamesta konan er síðan Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Listann í heild sinni má sjá hér.









Barack Obama.
Hu Jintao.
Vladimir Putin.MYND/AP
Ben Bernanke.AP
Larry Page og Sergey Brin.
Carlos Slim Helu
Rupert Murdoch
Michael T. Duke.
Angela Merkel.
Hillary Clinton.AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×