Fyrrum Ikea-forstjóri meðeigandi Straums í Biva 27. ágúst 2009 10:14 Anders Moberg fyrrum forstjóri Ikea er orðinn meðeigandi Straums að húsgagnaverslsunarkeðjunni Biva í Danmörku. Moberg mun jafnframt verða stjórnarformaður Biva. Straumur keypti Biva s.l. vetur, en keðjan var þá í greiðslustöðvun, af fjárfestingarsjóðunum Odin Equity Partners og Dania Capital en sjóðirnir voru að hluta til í eigu Henry Johansen, stofnandi Biva og dóttir hans Mille. Í frétt um málið á börsen.dk er haft eftir Oscar Crohn forstjóra Straums í Danmörku að Moberg og Carsten Normann forstjóri Biva hafi farið í saumana á starfsemi Biva og samhliða því verki hafi verið rætt við Moberg um að hann kæmi að rekstri Biva. „Við erum mjög ánægðir með að maður á borð við Anders Moberg hafi nú ákveðið að koma inn sem stjórnarformaður Biva Möbler", segir Chrohn. Moberg, sem er 59 ára gamall, starfaði sem forstjóri Ikea í 13 ár en hafði áður verið í toppstöðum hjá Royal Ahold og Home Depot. Nú notar Moberg tíma sinn til stjórnarsetu í ýmsum stórfyrirtækjum þar á meðal DFDS, Husqvarna AB oig Clas Ohlson AB. „Ég sé mikla möguleika að styrkja rekstur Biva Möbler á komandi árum," segir Moberg í samtali við börsen. „Í fyrstu munum við sinna sem best þeim verslunum og viðskiptavinum sem við þegar höfum en síðan munum við auka við starfsemina." Biva Möbler rekur nú 54 verlsanir í Danmörku og eru starfsmennirnir um 350 talsins. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Anders Moberg fyrrum forstjóri Ikea er orðinn meðeigandi Straums að húsgagnaverslsunarkeðjunni Biva í Danmörku. Moberg mun jafnframt verða stjórnarformaður Biva. Straumur keypti Biva s.l. vetur, en keðjan var þá í greiðslustöðvun, af fjárfestingarsjóðunum Odin Equity Partners og Dania Capital en sjóðirnir voru að hluta til í eigu Henry Johansen, stofnandi Biva og dóttir hans Mille. Í frétt um málið á börsen.dk er haft eftir Oscar Crohn forstjóra Straums í Danmörku að Moberg og Carsten Normann forstjóri Biva hafi farið í saumana á starfsemi Biva og samhliða því verki hafi verið rætt við Moberg um að hann kæmi að rekstri Biva. „Við erum mjög ánægðir með að maður á borð við Anders Moberg hafi nú ákveðið að koma inn sem stjórnarformaður Biva Möbler", segir Chrohn. Moberg, sem er 59 ára gamall, starfaði sem forstjóri Ikea í 13 ár en hafði áður verið í toppstöðum hjá Royal Ahold og Home Depot. Nú notar Moberg tíma sinn til stjórnarsetu í ýmsum stórfyrirtækjum þar á meðal DFDS, Husqvarna AB oig Clas Ohlson AB. „Ég sé mikla möguleika að styrkja rekstur Biva Möbler á komandi árum," segir Moberg í samtali við börsen. „Í fyrstu munum við sinna sem best þeim verslunum og viðskiptavinum sem við þegar höfum en síðan munum við auka við starfsemina." Biva Möbler rekur nú 54 verlsanir í Danmörku og eru starfsmennirnir um 350 talsins.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira