Erlent

Svíar skila hauskúpum

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Sænska þjóðminjasafnið skilaði í gær 22 hauskúpum til baka til frumbyggja á Hawaii. Það voru sænskir vísindamenn sem grófu hauskúpurnar upp á 19. öld en síðan þá hafa þær verið til sýnis á sænska þjóðminjasafninu í Stokkhólmi.

Árið 2005 ákváðu sænsk stjórnvöld að skila til baka öllum mannabeinum sem endað hafa í á söfnum víða í Svíþjóð en í flestum tilvikum er um að ræða bein frumbyggja sem sænskir vísindamenn söfnuðu á 19. öld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×