Vogunarsjóðirnir brutu ekki lögin Ingimar Karl Helgason skrifar 21. janúar 2009 07:00 Á ársfundi Seðlabankans í fyrra Í kjölfar vangaveltna um mögulega aðför að fjármálakerfi landsins hóf Fjármálaeftirlitið á því rannsókn með aðstoð erlends eftirlitsaðila. MYND/Fréttablaðið/Anton Fjármálaeftirlitið varð ekki vart við að lög hefðu verið brotin, í rannsókn sinni á því hvort neikvæðum orðrómi hefði verið dreift um íslenskt fjármálakerfi og íslensku bankanna, í fyrravor. Í svari eftirlitsins við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að í rannsókninni aflaði erlendur eftirlitsaðili upplýsinga um öll skuldabréfa- og skuldatryggingaviðskipti á ákveðnu tímabili, hjá nokkrum þeim stærstu bönkum sem viðkomandi hefur eftirlit með. Fjármálaeftirlitið nefnir hvorki eftirlitsaðilann né bankana. Fram kom í rannsókninni að sögn Fjármálaeftirlitsins að fjöldi sjóða hefði átt viðskipti með skuldabréf og tryggingar í Kaupþingi, Glitni og Landsbanka. Fjármálaeftirlitið segir að þessu hafi verið fylgt eftir og óskaði nánari upplýsinga um viðskipti þeirra sjóða sem bent var á á fyrstu mánuðum síðasta árs. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á ársfundi bankans í fyrra, eftir að skuldatryggingaálag á íslenska ríkið, sem þá var skuldlaust, hækkaði skarpt, að það lyktaði óþægilega af því að óprúttnir miðlarar hefðu ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið. Fram kom á opinberum vettvangi um þær mundir að líklega kæmi fátt af viti, eins og það var orðað, út úr athugun Fjármálaeftirlitsins á þessu. Hins vegar kynni hún að vera gagnleg þar sem það sendi þeim sem kynnu að hagnast á íslenskum óförum þau skilaboð að fylgst væri með. Íslensk stjórnvöld hafa aldrei nefnt hina rannsökuðu sjóði. Financial Times nefndi snemma í fyrra sjóðina DA Capital Europe, King Street, Merrill Lynch GSRG og Sandelman Partners. Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings, nefndi svo í viðtali við Markaðinn í apríl fjóra sjóði aðra, Trafalgar, Ako Capital, Cheney og Landsdowne. Markaðir Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Fjármálaeftirlitið varð ekki vart við að lög hefðu verið brotin, í rannsókn sinni á því hvort neikvæðum orðrómi hefði verið dreift um íslenskt fjármálakerfi og íslensku bankanna, í fyrravor. Í svari eftirlitsins við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að í rannsókninni aflaði erlendur eftirlitsaðili upplýsinga um öll skuldabréfa- og skuldatryggingaviðskipti á ákveðnu tímabili, hjá nokkrum þeim stærstu bönkum sem viðkomandi hefur eftirlit með. Fjármálaeftirlitið nefnir hvorki eftirlitsaðilann né bankana. Fram kom í rannsókninni að sögn Fjármálaeftirlitsins að fjöldi sjóða hefði átt viðskipti með skuldabréf og tryggingar í Kaupþingi, Glitni og Landsbanka. Fjármálaeftirlitið segir að þessu hafi verið fylgt eftir og óskaði nánari upplýsinga um viðskipti þeirra sjóða sem bent var á á fyrstu mánuðum síðasta árs. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á ársfundi bankans í fyrra, eftir að skuldatryggingaálag á íslenska ríkið, sem þá var skuldlaust, hækkaði skarpt, að það lyktaði óþægilega af því að óprúttnir miðlarar hefðu ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið. Fram kom á opinberum vettvangi um þær mundir að líklega kæmi fátt af viti, eins og það var orðað, út úr athugun Fjármálaeftirlitsins á þessu. Hins vegar kynni hún að vera gagnleg þar sem það sendi þeim sem kynnu að hagnast á íslenskum óförum þau skilaboð að fylgst væri með. Íslensk stjórnvöld hafa aldrei nefnt hina rannsökuðu sjóði. Financial Times nefndi snemma í fyrra sjóðina DA Capital Europe, King Street, Merrill Lynch GSRG og Sandelman Partners. Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings, nefndi svo í viðtali við Markaðinn í apríl fjóra sjóði aðra, Trafalgar, Ako Capital, Cheney og Landsdowne.
Markaðir Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira