Enski boltinn

Sylvinho til Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sylvinho er á leið aftur til Englands.
Sylvinho er á leið aftur til Englands.

Man. City náði í dag samkomulagi við Barcelona um að fá brasilíska bakvörðinn, Sylvinho, að láni í eitt ár.

Þessi 35 ára bakvörður snýr því aftur til Englands en hann lék á sínum tíma með Arsenal. Honum er ætlað að vera varaskeifa fyrir Wayne Bridge.

Mark Hughes, stjóri City, er afar ánægður með komu Sylvinho enda sé hann reyndur spilari sem muni styrkja hóp félagsins mikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×