Nýi Glitnir lækkar útláns- og innlánsvexti frá og með deginum í dag. Kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa lækka til dæmis úr tæplega 21 prósenti niður í 19 prósent og algengustu yfirdráttarvextir lækka um tvö til þrjú og hálft prósent.
Svo dæmi séu tekin lækkar vaxtakostnaður af milljón króna yfirdráttarláni í Námsvild um 36 þúsund krónur á ári og um 25 þúsund hjá einstaklingum í Gullvild.