Fréttaskýring: Hver er þessi skilanefndar-Lárus Valur Grettisson skrifar 13. maí 2009 12:23 Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar Landsbankans. Formaður skilanefndar Landsbankans, Lárus Finnbogason, gegndi stjórnarformennsku í Fjármálaeftirlitinu frá 1. janúar árið 2007 þangað til Jón Sigurðsson tók við embættinu eftir bankahrun 2008. Þá hafði Lárus setið sleitulaust í stjórn Fjármálaeftirlitsins frá 1999 þegar eftirlitið var stofnað. Þá var hann tilnefndur af Finni Ingólfssyni þáverandi viðskiptaráðherra. Það var Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum ráðherra Framsóknarflokksins, sem skipaði hann sem stjórnarformann eftirlitsins árið 2007. Lárus er ekki algjörlega ókunnugur Framsóknarflokknum en síðast kom fram að hann hefur verið endurskoðandi fyrir fyrirtækið Reykjavík Invest sem er í eigu Dr. Arnars Bjarnasonar. Það fyrirtæki hugðist kaupa 2,6 prósentu hlut stofnfjárbréfa í Byr örfáum dögum fyrir aðalfund bankans. Eftir að fréttir Stöðvar 2 sagði frá því að Lárus væri endurskoðandi Reykjavík Invest kom skilanefndin saman og voru viðskiptin stöðvuð í kjölfarið. Að lokum sagði skilanefndin að það hefði verið Eggert Páll Ólason yfirlögfræðingur skilanefndarinnar, áður þekktur sem vinur einkabílsins, sem hefði farið fram úr sér sjálfum. Í kjölfarið var eignarhaldsfélagið tekið af lista stofnfjárbréfaeiganda Byrs og missti þar af leiðandi atkvæðarétt á aðalfundi bankans. Dr. Arnar Bjarnason, sem á Reykjavík Invest, situr í málefnanefnd miðstjórnar Framsóknarflokksins og er sagður hafa verið náinn trúnaðarmaður Guðna Ágústssonar, fyrrum ráðherra Framsóknarflokksins. Tengsl þeirra félaga, Arnars og Lárusar, enda ekki þar, því Lárus var einnig endurskoðandi fyrirtæksins Reykjavík Capital sem aftur var í eigu Arnars Bjarnarsonar. Það fyrirtæki endaði í eigu Sparisjóðs Mýrarsýslu sem nú er í greiðslustöðvun. Lárus var endurskoðandi fyrir fjölmörg fyrirtæki en meðal þeirra var til að mynda eignarhaldsfélagið Skaftáreldar ehf. Eigandi þess er Jón Helgason, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins og þingmaður á Suðurlandi. Það fyrirtæki komst síðast í fréttirnar í mars þegar það framleiddi stuttmynd um móðuharðindin. Annar Framsóknarmaður sem Lárus endurskoðaði fyrir var hæstaréttalögmaðurinn Jón Sveinsson. Hann var formaður einkavæðinganefndar á sínum tíma. Jón á fyrirtækið T-11 ehf. Áður var Jón aðstoðarmaður Steingríms Hermannssonar, fyrrum forsætisráðherra Framsóknarflokksins. Þess má til gamans geta að eignarhaldsfélagið T-11 deilir sama heimilsfangi og félagið Vinir Denna sem eru félagasamtök. Slík samtök eru oft notuð til þess að afla styrkja fyrir frambjóðendur og halda úti kosningabaráttum. Að lokum þá var Lárus endurskoðandi eignahaldsfélagsins HIK ehf. Það félag er í eigu annars fyrrverandi framsóknarráðherra, það er að segja Finns Ingólfssonar, þess sama og tilnefndi Lárus upphaflega í stjórn fjármálaeftirlitsins árið 1999. Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Formaður skilanefndar Landsbankans, Lárus Finnbogason, gegndi stjórnarformennsku í Fjármálaeftirlitinu frá 1. janúar árið 2007 þangað til Jón Sigurðsson tók við embættinu eftir bankahrun 2008. Þá hafði Lárus setið sleitulaust í stjórn Fjármálaeftirlitsins frá 1999 þegar eftirlitið var stofnað. Þá var hann tilnefndur af Finni Ingólfssyni þáverandi viðskiptaráðherra. Það var Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum ráðherra Framsóknarflokksins, sem skipaði hann sem stjórnarformann eftirlitsins árið 2007. Lárus er ekki algjörlega ókunnugur Framsóknarflokknum en síðast kom fram að hann hefur verið endurskoðandi fyrir fyrirtækið Reykjavík Invest sem er í eigu Dr. Arnars Bjarnasonar. Það fyrirtæki hugðist kaupa 2,6 prósentu hlut stofnfjárbréfa í Byr örfáum dögum fyrir aðalfund bankans. Eftir að fréttir Stöðvar 2 sagði frá því að Lárus væri endurskoðandi Reykjavík Invest kom skilanefndin saman og voru viðskiptin stöðvuð í kjölfarið. Að lokum sagði skilanefndin að það hefði verið Eggert Páll Ólason yfirlögfræðingur skilanefndarinnar, áður þekktur sem vinur einkabílsins, sem hefði farið fram úr sér sjálfum. Í kjölfarið var eignarhaldsfélagið tekið af lista stofnfjárbréfaeiganda Byrs og missti þar af leiðandi atkvæðarétt á aðalfundi bankans. Dr. Arnar Bjarnason, sem á Reykjavík Invest, situr í málefnanefnd miðstjórnar Framsóknarflokksins og er sagður hafa verið náinn trúnaðarmaður Guðna Ágústssonar, fyrrum ráðherra Framsóknarflokksins. Tengsl þeirra félaga, Arnars og Lárusar, enda ekki þar, því Lárus var einnig endurskoðandi fyrirtæksins Reykjavík Capital sem aftur var í eigu Arnars Bjarnarsonar. Það fyrirtæki endaði í eigu Sparisjóðs Mýrarsýslu sem nú er í greiðslustöðvun. Lárus var endurskoðandi fyrir fjölmörg fyrirtæki en meðal þeirra var til að mynda eignarhaldsfélagið Skaftáreldar ehf. Eigandi þess er Jón Helgason, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins og þingmaður á Suðurlandi. Það fyrirtæki komst síðast í fréttirnar í mars þegar það framleiddi stuttmynd um móðuharðindin. Annar Framsóknarmaður sem Lárus endurskoðaði fyrir var hæstaréttalögmaðurinn Jón Sveinsson. Hann var formaður einkavæðinganefndar á sínum tíma. Jón á fyrirtækið T-11 ehf. Áður var Jón aðstoðarmaður Steingríms Hermannssonar, fyrrum forsætisráðherra Framsóknarflokksins. Þess má til gamans geta að eignarhaldsfélagið T-11 deilir sama heimilsfangi og félagið Vinir Denna sem eru félagasamtök. Slík samtök eru oft notuð til þess að afla styrkja fyrir frambjóðendur og halda úti kosningabaráttum. Að lokum þá var Lárus endurskoðandi eignahaldsfélagsins HIK ehf. Það félag er í eigu annars fyrrverandi framsóknarráðherra, það er að segja Finns Ingólfssonar, þess sama og tilnefndi Lárus upphaflega í stjórn fjármálaeftirlitsins árið 1999.
Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira