Leitað í sumarhúsi Ólafs Ólafssonar Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 24. maí 2009 18:30 Húsleit var gerð í sumarhúsi Ólafs Ólafssonar í Miðhrauni á Snæfellsnesi í tengslum við rannsókn á kaupum Al Thani á hlut í Kaupþingi. Þá var einnig gerð húsleit á heimili Ólafs og tveimur fyrirtækjum í hans eigu. Tólf húsleitir fóru fram á vegum sérstaks sakskóknara í vikunni í tengslum við rannsókn embættisins á kaupum félagsins Q Iceland Finance, félags í eigu Sjeiksins Al Thani, á 5 % hlut í Kaupþingi um tveimur vikum fyrir hrun bankans. Húsleitir fóru fram á heimilum fyrrverandi stjórnenda Kaupþings og fyrirtækjum tengdum þeim. Svo virðist sem að sérstök áhersla hafi verið lögð á að afla gagna hjá Ólafi Ólafssyni, sem var um tíma annar stærsti eigandi Kaupþings, hafði milligöngu um viðskiptin og þekkir Sjeikinn persónulega. Leitað var á heimili Ólafs, skrifstofum Kjalars, sem er eignarhaldsfélag í eigu hans og Samskipum þar sem rannsakendur töldu að hann væri með skrifstofu. Svo reyndist ekki vera og gripu rannsakendur í tómt. Þá var einnig leitað í sumarhúsi hans á Miðhrauni á Snæfellsnesi síðdegis á föstudag. Fjórir lögreglumenn söfnuðu gögnum í sumarhúsinu en viðstaddir voru aðstoðarmaður Ólafs og lögfræðingurinn Ragnar Hall. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Ólafur ekki verið yfirheyrður en hann er staddur erlendis. Þegar fjölmiðlar fjölluðu um kaupin á gagnrýnan hátt um síðustu áramót bárust yfirlýsingar frá Sigurði Einarssyni, fyrrum stjórnarformanni Kaupþings, og Ólafi. Sigurður sagði í yfirlýsingu sinni að viðskiptin hafi verið eðlileg og bankanum sérstakt fagnaðarefni. Sjeikinn hafi verið persónulega ábyrgur fyrir kaupunum. Í yfirlýsingu Ólafs kom fram að engar þóknanir, greiðslur eða hagnaður hafi fallið í hans hlut við kaupin. Þá óskaði hann einnig eftir því að skýrsla sem Price Waterhouse Coopers vann um starfsemi Kaupþings yrði birt. Það var nákvæmlega sú skýrsla sem var höfð til grundvallar á skoðun Fjármálaeftirlitsins á málinu sem endaði með kæru til sérstaks saksóknara. Athygli vekur að hvorki Ólafur né Sigurður vilja tjá sig um málið núna og engar yfirlýsingar hafa borist. Ekki náðist í Sigurð í dag en Ólafur neitaði fréttastofu viðtali. Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Húsleit var gerð í sumarhúsi Ólafs Ólafssonar í Miðhrauni á Snæfellsnesi í tengslum við rannsókn á kaupum Al Thani á hlut í Kaupþingi. Þá var einnig gerð húsleit á heimili Ólafs og tveimur fyrirtækjum í hans eigu. Tólf húsleitir fóru fram á vegum sérstaks sakskóknara í vikunni í tengslum við rannsókn embættisins á kaupum félagsins Q Iceland Finance, félags í eigu Sjeiksins Al Thani, á 5 % hlut í Kaupþingi um tveimur vikum fyrir hrun bankans. Húsleitir fóru fram á heimilum fyrrverandi stjórnenda Kaupþings og fyrirtækjum tengdum þeim. Svo virðist sem að sérstök áhersla hafi verið lögð á að afla gagna hjá Ólafi Ólafssyni, sem var um tíma annar stærsti eigandi Kaupþings, hafði milligöngu um viðskiptin og þekkir Sjeikinn persónulega. Leitað var á heimili Ólafs, skrifstofum Kjalars, sem er eignarhaldsfélag í eigu hans og Samskipum þar sem rannsakendur töldu að hann væri með skrifstofu. Svo reyndist ekki vera og gripu rannsakendur í tómt. Þá var einnig leitað í sumarhúsi hans á Miðhrauni á Snæfellsnesi síðdegis á föstudag. Fjórir lögreglumenn söfnuðu gögnum í sumarhúsinu en viðstaddir voru aðstoðarmaður Ólafs og lögfræðingurinn Ragnar Hall. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Ólafur ekki verið yfirheyrður en hann er staddur erlendis. Þegar fjölmiðlar fjölluðu um kaupin á gagnrýnan hátt um síðustu áramót bárust yfirlýsingar frá Sigurði Einarssyni, fyrrum stjórnarformanni Kaupþings, og Ólafi. Sigurður sagði í yfirlýsingu sinni að viðskiptin hafi verið eðlileg og bankanum sérstakt fagnaðarefni. Sjeikinn hafi verið persónulega ábyrgur fyrir kaupunum. Í yfirlýsingu Ólafs kom fram að engar þóknanir, greiðslur eða hagnaður hafi fallið í hans hlut við kaupin. Þá óskaði hann einnig eftir því að skýrsla sem Price Waterhouse Coopers vann um starfsemi Kaupþings yrði birt. Það var nákvæmlega sú skýrsla sem var höfð til grundvallar á skoðun Fjármálaeftirlitsins á málinu sem endaði með kæru til sérstaks saksóknara. Athygli vekur að hvorki Ólafur né Sigurður vilja tjá sig um málið núna og engar yfirlýsingar hafa borist. Ekki náðist í Sigurð í dag en Ólafur neitaði fréttastofu viðtali.
Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira