Viðskipti innlent

Landsframleiðsla dregst talsvert saman

Landsframleiðsla er talin hafa dregist saman um 3,6 prósent að raungildi frá 4. ársfjórðungi 2008 til 1. ársfjórðungs 2009 samkvæmt hagtíðindum Hagstofunnar.

Á sama tíma drógust þjóðarútgjöld saman um 3,3 prósent þar sem einkaneysla jókst um 1,7 prósent, fjárfesting dróst saman um 31,3 prósent og samneyslan um 2,2próent frá 4. ársfjórðungi 2008 til 1. ársfjórðungs 2009.

Þá er talið að útflutningur hafi dregist saman um 1,9 prósent en innflutningur aukist um 7,8 prósent. Þessar tölur eru árstíðaleiðréttar og miðast við vöxtinn milli samliggjandi ársfjórðunga, ekki ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×