Erlent

Frambjóðandi fórnarlamb kynþáttafordóma í Þýskalandi

Zeca Schall, frambjóðandi Kristilegra demókrata í komandi kosningum í Þýskalandi, er hvattur af flokki lýðræðislegra þjóðernissinna, flokks hægra öfgamanna, til að koma sér frá Þýskalandi. Schall er dökkur á hörund en hann fluttist til Þýskalands frá Angóla fyrir 21 ári síðan.

„Kristilegir demókratar virðast ekki hafa áttað sig á því að þrátt fyrir menntun geta negrar ekki sest að til frambúðar í landinu okkar," segir á vefsíðu lýðræðislegra þjóðernissinna.

Yfirlýsingarnar eru teknar alvarlega og nýtur Schall nú verndar lögreglumanna allan sólarhringinn. Schall undrast mannvonska öfgamanna en viðurkennir að hann óttist um líf sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×