Segir Bretland og Sviss á barmi íslenskra örlaga 18. febrúar 2009 10:48 Fjárfestingaráðgjafinn Hennessee Group telur að Bretland og Sviss séu nú á barmi íslenskra örlaga. Fjármálakreppan megi ekki dýpka mikið meir til þess að bankakerfi beggja þessara landa fari á hliðina. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni privateequitywire.co.uk er haft eftir Charles Gradante öðrum stofnenda Hennessee Group að lönd sem eru í svipaðri stöðu á Ísland var í rétt fyrir bankahrunið hér eigi á hættu að lenda í sömu örlögum. Hér á Gradante við lönd þar sem erlendar skuldir eru margföld landsframleiðslan. Bandaríkin aftur á móti eru ekki í hættu þar sem nær allar erlendar skuldir þess lands eru í eigin gjaldmiðli, dollurum. Sem stendur eru erlendar skuldir Bretlands 456% af landsframleiðslunni og í Sviss er hlutfallið komið í 433%. Stór hluti af þessum skuldum eru í erlendum gjaldmiðlum og því telur Gradante hættu á hruni þar. Írlandi hefur lengi verið líkt við Ísland enda eru erlendar skuldir Írlands nú 900% af landsframleiðslu. Raunar eru allir sammála um að Írland væri fyrir löngu komið í sömu stöðu og Ísland hef það nyti ekki aðstoðar seðlabanka Evrópu. Hennessee Group telur að ef Bretland og Sviss komist í trúverðugleikakreppu eins og gerðist á Íslandi þar sem fjárfestar flýja landið í öruggari hafnir muni gjaldmiðlar þeirra lenda í samskonar hruni og íslenka krónan gerði. Slíkt myndi gera það að verkum að Bretland og Sviss myndu hugsanlega upplifa þjóðargjaldþrot. Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fjárfestingaráðgjafinn Hennessee Group telur að Bretland og Sviss séu nú á barmi íslenskra örlaga. Fjármálakreppan megi ekki dýpka mikið meir til þess að bankakerfi beggja þessara landa fari á hliðina. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni privateequitywire.co.uk er haft eftir Charles Gradante öðrum stofnenda Hennessee Group að lönd sem eru í svipaðri stöðu á Ísland var í rétt fyrir bankahrunið hér eigi á hættu að lenda í sömu örlögum. Hér á Gradante við lönd þar sem erlendar skuldir eru margföld landsframleiðslan. Bandaríkin aftur á móti eru ekki í hættu þar sem nær allar erlendar skuldir þess lands eru í eigin gjaldmiðli, dollurum. Sem stendur eru erlendar skuldir Bretlands 456% af landsframleiðslunni og í Sviss er hlutfallið komið í 433%. Stór hluti af þessum skuldum eru í erlendum gjaldmiðlum og því telur Gradante hættu á hruni þar. Írlandi hefur lengi verið líkt við Ísland enda eru erlendar skuldir Írlands nú 900% af landsframleiðslu. Raunar eru allir sammála um að Írland væri fyrir löngu komið í sömu stöðu og Ísland hef það nyti ekki aðstoðar seðlabanka Evrópu. Hennessee Group telur að ef Bretland og Sviss komist í trúverðugleikakreppu eins og gerðist á Íslandi þar sem fjárfestar flýja landið í öruggari hafnir muni gjaldmiðlar þeirra lenda í samskonar hruni og íslenka krónan gerði. Slíkt myndi gera það að verkum að Bretland og Sviss myndu hugsanlega upplifa þjóðargjaldþrot.
Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent