Viðskipti innlent

Bankarnir stofna eignaumsýslufélög

Ríkisbankarnir þrír hafa allir stofnað eignumsýslufélög til að halda utan um þau fyrirtæki og eignir sem bankinn leysir til sín.

Landsbankinn er annars vegar með eignaumsýslufélag vegna fasteigna sem nefnist Regin og hins vegar vegna hlutafjáreigna en það nefnist Vestia. Þeir sem stýra félögunum eru Helgi S. Gunnarsson sem áður var framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Portusar og Steinþór Baldursson sem starfað hefur hjá bankanum um nokkurt skeið.

Kaupþing hefur stofnað tvö eignarhaldsfélög, Eignarsel og Landfestar. Stjórnarformaður Eignarsels er Bergþór Konráðsson en framkvæmdastjóri Landfesta er Jónas Þór Þorvaldsson. Jónas er fyrrverandi framkvæmdastjóri Stoða.

Íslandsbanki hefur stofnað eignaumsýslufélagið Miðengi. Framkvæmdastjóri þess er Ríkharð Ottó Ríkharðsson sem starfað hefur hjá Íslandsbanka um nokkurt skeið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×