Af valdaskiptum á Álftanesi - sagan öll! 8. október 2009 13:15 Loks nú, þremur vikum eftir að Margrét Jónsdóttir bæjarfulltrúi, kjörin af Á-lista felldi meirihluta Á-lista og sleit ráðningarsamningi við bæjarstjóra, hefur hún skrifað undir meirihlutasamstarf við D-listann. Á meðan hefur stjórnsýslan verið eins og höfuðlaus her, þar sem nýráðinn bæjarstjóri hafði ekki meirihluta á bak við sig til að taka ákvarðanir. Ábyrgðarleysi er vægt til orða tekið, einkum í ljósi þess að ekki var um málefnaágreining að ræða. Dýrmæt tækifæri hafa tapast m.a. tækifæri okkar til að kynna Álftanes fyrir forsvarsmönnum PrimaCare, en þeir höfðu lýst áhuga á að byggja hér sjúkrahús og hótel. Slík starfsemi hefði skilað sveitarfélaginu á annað hundarað milljónum í tekjur árlega, auk þess sem þar hefðu skapast um 600-1000 ný störf! Hvað gerðist? Í þessari grein ætla ég að rekja í stuttu máli atburðarás síðustu tveggja mánaða, því íbúar á Álftanesi, og þá sérstaklega kjósendur Á-lista, þurfa að vita það sem rétt er um þau valdaskipti sem áttu sér stað 9. september s.l., auk þess sem margir aðrir kunna að hafa velt því fyrir sér hvað gekk á. Í yfirlýsingu sem Margrét Jónsdóttir sendi frá sér í lok júlí segir hún sig af Á-lista og tilgreinir þær ástæður að hún geti ekki fellt sig við endurkomu Kristjáns Sveinbjörnssonar í bæjarstjórn, en hann hafði dregið sig í hlé í desember sl., og vinnubrögð og framkomu Sigurðar Magnússonar bæjarstjóra. Á þessum tíma hafði Samgönguráðuneytið úrskurðað um rétt Kristjáns til setu í bæjarstjórn á ný. Þeim úrskurði hafa bæjarfulltrúar ekki vald til að breyta. Reynt að ná samstarfi á ný Þegar þessi staða var komin upp settumst við strax niður með Margréti og Kristjáni til að reyna að ná samstarfi á ný og í kjölfarið undirrituðum við samkomulag okkar á milli um málaefnaskrá og verklag. Nokkru seinna fékk Margrét bakþanka og dró undirskrift sína til baka. Áfram reyndum við að ná samkomulagi, en alltaf strandaði á því ófrávíkjanlega skilyrði að Kristján viki úr bæjarstjórn. Margrét sagðist hinsvegar vera ánægð með þær breytingar sem Sigurður var tilbúinn að gera, sem m.a. voru þær að víkja úr bæjarstjórn og hleypa varamanni að. Þann 18. ágúst sleit Margrét viðræðum við Á-lista og í kjölfarið sendi Bæjarmálaráð Álftaneshreyfingarinnar þeim Margréti og Kristjáni áskoranir þess efnis að víkja og helypa varamönnum að, þannig að Álftaneshreyfingin gæti starfað í meirihluta út kjörtímabilið. Þau höfnuðu því bæði. "Þjóðstjórnarviðræður" Eftir að Margrét hafði slitið viðræðum við Á-lista boðaði hún fulltrúa Á- og D-lista til viðræðna um myndun "þjóðstjórnar" ,-án Kristjáns. Þessi tillaga var í raun sama hugmynd og Á-listinn hafði áður kynnt D-lista þ.e. að mynda breiðan meirihluta 5-6 bæjarfulltrúa. Þá sýndi D-listi hugmyndinni ekki áhuga og svaraði erindi okkar neitandi, -án viðræðna. Síðar kom í ljós að oddviti Sjálfstæðisfélagsins hafði ekki látið svo lítið að kynna bæjarfulltrúum sínum málefnatillögur okkar. Skilyrði okkar fyrir þátttöku í "þjóðstjórnarviðræðum" voru skýr; að samningar vegna framkvæmda í grænum miðbæ stæðu. Að frumkvæði Guðmundar G. Gunnarssonar mættu allir 7 bæjarfulltrúarnir til næsta fundar. Þar lagði Guðmundur til að hann sjálfur yrði forseti bæjarstjórnar og Kristján varaforseti. Margrét gerði ekki athugasemd við þessa tillögu Guðmundar, -um Kristján sem varaforseta, -sem verður að teljast mjög athyglisvert. Viðræður fóru vel af stað, en þegar málefnavinnu var að ljúka lögðum við, bæjarfulltrúar Á-lista, fram tillögu um framsetningu samkomulagsins sem sneri að því að flytja til áherslur. Tillagan varð til þess að Margrét sleit viðræðum með þeim orðum, að hefðum við áhuga á því að koma aftur að borðinu skyldum við hafa samband. Þetta tilboð stóð ekki lengi! Hálftíma síðar hafði okkur borist ósk hennar um aukafund bæjarstjórnar, -viðræðum var lokið!! Hótanir og tilraun til "valdaráns" Daginn eftir boðaði Margrét til ólöglegs aukafundar í bæjarstjórn, -í þeim tilgangi einum að segja upp ráðningasamningi við bæjarstjóra og Guðmundur hafði bréflega í hótunum við Pálma Másson skrifstofustjóra, ef hann boðaði reglulegan fund í bæjarstjórn, eins og bæjarstjóri hafði falið honum. Þessu ólöglega fundarboði, sem mætti kalla tilraun til "valdaráns", svaraði Sigurður Magnússon bréflega,-að hann teldi fundinn og ákvarðanir hans ólögmætar. Afrit af hinu ólögmæta fundarboði og hótunarbréfi var sent nokkrum aðilum sveitarstjórnarmála innan og utan sveitar, sem Sigurður hafði ráðfært sig við. Í kjölfarið dró Margrét hið ólöglega fundarboð til baka, lagði fram löglega ósk um aukafund og Guðmundur bað skrifstofustjóra afsökunar á hótunarbréfinu, -þau höfðu hlaupið á sig! Lokatilraun til samkomulags Lokatilraun til samkomulags við Margréti var gerð fyrir aukafund bæjarstjórnar, -en nú var komið nýtt hljóð í strokkinn! Aðspurð sagðist Margrét ekki svara því hvort Kristján þyrfti að víkja. Nú sneru allar kröfurnar að Sigurði. Allt sem hann hafði áður boðið og hún samþykkt var nú út af borðinu. Sigurður var reiðubúinn til frekari viðræðna, -of mikið væri í húfi fyrir hagsmuni sveitarfélagsins, og málefni Álftaneshreyfingarinnar. Hann lagði áherslu á að samkomulag gæti tekist svo bæjarfulltrúar kjörnir af Á-lista gætu lokið þeirri vinnu sem þeir voru kjörnir til. Þrátt fyrir það var svar Margrétar Nei! Að lokum Kjörnum bæjarfulltrúum ber siðferðileg skylda til þess að setja hagsmuni sveitarfélagsins ofar sínum eigin hagsmunum og persónulegum ágreiningi. Hefði sú siðferðilega skylda verið virt á Álftanesi hefði meirihluti Á-lista getað lokið sínum störfum, -eins og hann var kjörinn til. Ósk mín til nýs meirihluta er sú að hann setji hagsmuni sveitarfélagsins ofar öllu öðru, setji ekki framkvæmdir á miðsvæðinu í frekari óvissu, og nýti þau sóknarfæri sem Á-listinn hefur skapað. Kristín Fjóla Bergþórsdóttir, bæjarfulltrúi Á-lista Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Loks nú, þremur vikum eftir að Margrét Jónsdóttir bæjarfulltrúi, kjörin af Á-lista felldi meirihluta Á-lista og sleit ráðningarsamningi við bæjarstjóra, hefur hún skrifað undir meirihlutasamstarf við D-listann. Á meðan hefur stjórnsýslan verið eins og höfuðlaus her, þar sem nýráðinn bæjarstjóri hafði ekki meirihluta á bak við sig til að taka ákvarðanir. Ábyrgðarleysi er vægt til orða tekið, einkum í ljósi þess að ekki var um málefnaágreining að ræða. Dýrmæt tækifæri hafa tapast m.a. tækifæri okkar til að kynna Álftanes fyrir forsvarsmönnum PrimaCare, en þeir höfðu lýst áhuga á að byggja hér sjúkrahús og hótel. Slík starfsemi hefði skilað sveitarfélaginu á annað hundarað milljónum í tekjur árlega, auk þess sem þar hefðu skapast um 600-1000 ný störf! Hvað gerðist? Í þessari grein ætla ég að rekja í stuttu máli atburðarás síðustu tveggja mánaða, því íbúar á Álftanesi, og þá sérstaklega kjósendur Á-lista, þurfa að vita það sem rétt er um þau valdaskipti sem áttu sér stað 9. september s.l., auk þess sem margir aðrir kunna að hafa velt því fyrir sér hvað gekk á. Í yfirlýsingu sem Margrét Jónsdóttir sendi frá sér í lok júlí segir hún sig af Á-lista og tilgreinir þær ástæður að hún geti ekki fellt sig við endurkomu Kristjáns Sveinbjörnssonar í bæjarstjórn, en hann hafði dregið sig í hlé í desember sl., og vinnubrögð og framkomu Sigurðar Magnússonar bæjarstjóra. Á þessum tíma hafði Samgönguráðuneytið úrskurðað um rétt Kristjáns til setu í bæjarstjórn á ný. Þeim úrskurði hafa bæjarfulltrúar ekki vald til að breyta. Reynt að ná samstarfi á ný Þegar þessi staða var komin upp settumst við strax niður með Margréti og Kristjáni til að reyna að ná samstarfi á ný og í kjölfarið undirrituðum við samkomulag okkar á milli um málaefnaskrá og verklag. Nokkru seinna fékk Margrét bakþanka og dró undirskrift sína til baka. Áfram reyndum við að ná samkomulagi, en alltaf strandaði á því ófrávíkjanlega skilyrði að Kristján viki úr bæjarstjórn. Margrét sagðist hinsvegar vera ánægð með þær breytingar sem Sigurður var tilbúinn að gera, sem m.a. voru þær að víkja úr bæjarstjórn og hleypa varamanni að. Þann 18. ágúst sleit Margrét viðræðum við Á-lista og í kjölfarið sendi Bæjarmálaráð Álftaneshreyfingarinnar þeim Margréti og Kristjáni áskoranir þess efnis að víkja og helypa varamönnum að, þannig að Álftaneshreyfingin gæti starfað í meirihluta út kjörtímabilið. Þau höfnuðu því bæði. "Þjóðstjórnarviðræður" Eftir að Margrét hafði slitið viðræðum við Á-lista boðaði hún fulltrúa Á- og D-lista til viðræðna um myndun "þjóðstjórnar" ,-án Kristjáns. Þessi tillaga var í raun sama hugmynd og Á-listinn hafði áður kynnt D-lista þ.e. að mynda breiðan meirihluta 5-6 bæjarfulltrúa. Þá sýndi D-listi hugmyndinni ekki áhuga og svaraði erindi okkar neitandi, -án viðræðna. Síðar kom í ljós að oddviti Sjálfstæðisfélagsins hafði ekki látið svo lítið að kynna bæjarfulltrúum sínum málefnatillögur okkar. Skilyrði okkar fyrir þátttöku í "þjóðstjórnarviðræðum" voru skýr; að samningar vegna framkvæmda í grænum miðbæ stæðu. Að frumkvæði Guðmundar G. Gunnarssonar mættu allir 7 bæjarfulltrúarnir til næsta fundar. Þar lagði Guðmundur til að hann sjálfur yrði forseti bæjarstjórnar og Kristján varaforseti. Margrét gerði ekki athugasemd við þessa tillögu Guðmundar, -um Kristján sem varaforseta, -sem verður að teljast mjög athyglisvert. Viðræður fóru vel af stað, en þegar málefnavinnu var að ljúka lögðum við, bæjarfulltrúar Á-lista, fram tillögu um framsetningu samkomulagsins sem sneri að því að flytja til áherslur. Tillagan varð til þess að Margrét sleit viðræðum með þeim orðum, að hefðum við áhuga á því að koma aftur að borðinu skyldum við hafa samband. Þetta tilboð stóð ekki lengi! Hálftíma síðar hafði okkur borist ósk hennar um aukafund bæjarstjórnar, -viðræðum var lokið!! Hótanir og tilraun til "valdaráns" Daginn eftir boðaði Margrét til ólöglegs aukafundar í bæjarstjórn, -í þeim tilgangi einum að segja upp ráðningasamningi við bæjarstjóra og Guðmundur hafði bréflega í hótunum við Pálma Másson skrifstofustjóra, ef hann boðaði reglulegan fund í bæjarstjórn, eins og bæjarstjóri hafði falið honum. Þessu ólöglega fundarboði, sem mætti kalla tilraun til "valdaráns", svaraði Sigurður Magnússon bréflega,-að hann teldi fundinn og ákvarðanir hans ólögmætar. Afrit af hinu ólögmæta fundarboði og hótunarbréfi var sent nokkrum aðilum sveitarstjórnarmála innan og utan sveitar, sem Sigurður hafði ráðfært sig við. Í kjölfarið dró Margrét hið ólöglega fundarboð til baka, lagði fram löglega ósk um aukafund og Guðmundur bað skrifstofustjóra afsökunar á hótunarbréfinu, -þau höfðu hlaupið á sig! Lokatilraun til samkomulags Lokatilraun til samkomulags við Margréti var gerð fyrir aukafund bæjarstjórnar, -en nú var komið nýtt hljóð í strokkinn! Aðspurð sagðist Margrét ekki svara því hvort Kristján þyrfti að víkja. Nú sneru allar kröfurnar að Sigurði. Allt sem hann hafði áður boðið og hún samþykkt var nú út af borðinu. Sigurður var reiðubúinn til frekari viðræðna, -of mikið væri í húfi fyrir hagsmuni sveitarfélagsins, og málefni Álftaneshreyfingarinnar. Hann lagði áherslu á að samkomulag gæti tekist svo bæjarfulltrúar kjörnir af Á-lista gætu lokið þeirri vinnu sem þeir voru kjörnir til. Þrátt fyrir það var svar Margrétar Nei! Að lokum Kjörnum bæjarfulltrúum ber siðferðileg skylda til þess að setja hagsmuni sveitarfélagsins ofar sínum eigin hagsmunum og persónulegum ágreiningi. Hefði sú siðferðilega skylda verið virt á Álftanesi hefði meirihluti Á-lista getað lokið sínum störfum, -eins og hann var kjörinn til. Ósk mín til nýs meirihluta er sú að hann setji hagsmuni sveitarfélagsins ofar öllu öðru, setji ekki framkvæmdir á miðsvæðinu í frekari óvissu, og nýti þau sóknarfæri sem Á-listinn hefur skapað. Kristín Fjóla Bergþórsdóttir, bæjarfulltrúi Á-lista
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun