Af valdaskiptum á Álftanesi - sagan öll! 8. október 2009 13:15 Loks nú, þremur vikum eftir að Margrét Jónsdóttir bæjarfulltrúi, kjörin af Á-lista felldi meirihluta Á-lista og sleit ráðningarsamningi við bæjarstjóra, hefur hún skrifað undir meirihlutasamstarf við D-listann. Á meðan hefur stjórnsýslan verið eins og höfuðlaus her, þar sem nýráðinn bæjarstjóri hafði ekki meirihluta á bak við sig til að taka ákvarðanir. Ábyrgðarleysi er vægt til orða tekið, einkum í ljósi þess að ekki var um málefnaágreining að ræða. Dýrmæt tækifæri hafa tapast m.a. tækifæri okkar til að kynna Álftanes fyrir forsvarsmönnum PrimaCare, en þeir höfðu lýst áhuga á að byggja hér sjúkrahús og hótel. Slík starfsemi hefði skilað sveitarfélaginu á annað hundarað milljónum í tekjur árlega, auk þess sem þar hefðu skapast um 600-1000 ný störf! Hvað gerðist? Í þessari grein ætla ég að rekja í stuttu máli atburðarás síðustu tveggja mánaða, því íbúar á Álftanesi, og þá sérstaklega kjósendur Á-lista, þurfa að vita það sem rétt er um þau valdaskipti sem áttu sér stað 9. september s.l., auk þess sem margir aðrir kunna að hafa velt því fyrir sér hvað gekk á. Í yfirlýsingu sem Margrét Jónsdóttir sendi frá sér í lok júlí segir hún sig af Á-lista og tilgreinir þær ástæður að hún geti ekki fellt sig við endurkomu Kristjáns Sveinbjörnssonar í bæjarstjórn, en hann hafði dregið sig í hlé í desember sl., og vinnubrögð og framkomu Sigurðar Magnússonar bæjarstjóra. Á þessum tíma hafði Samgönguráðuneytið úrskurðað um rétt Kristjáns til setu í bæjarstjórn á ný. Þeim úrskurði hafa bæjarfulltrúar ekki vald til að breyta. Reynt að ná samstarfi á ný Þegar þessi staða var komin upp settumst við strax niður með Margréti og Kristjáni til að reyna að ná samstarfi á ný og í kjölfarið undirrituðum við samkomulag okkar á milli um málaefnaskrá og verklag. Nokkru seinna fékk Margrét bakþanka og dró undirskrift sína til baka. Áfram reyndum við að ná samkomulagi, en alltaf strandaði á því ófrávíkjanlega skilyrði að Kristján viki úr bæjarstjórn. Margrét sagðist hinsvegar vera ánægð með þær breytingar sem Sigurður var tilbúinn að gera, sem m.a. voru þær að víkja úr bæjarstjórn og hleypa varamanni að. Þann 18. ágúst sleit Margrét viðræðum við Á-lista og í kjölfarið sendi Bæjarmálaráð Álftaneshreyfingarinnar þeim Margréti og Kristjáni áskoranir þess efnis að víkja og helypa varamönnum að, þannig að Álftaneshreyfingin gæti starfað í meirihluta út kjörtímabilið. Þau höfnuðu því bæði. "Þjóðstjórnarviðræður" Eftir að Margrét hafði slitið viðræðum við Á-lista boðaði hún fulltrúa Á- og D-lista til viðræðna um myndun "þjóðstjórnar" ,-án Kristjáns. Þessi tillaga var í raun sama hugmynd og Á-listinn hafði áður kynnt D-lista þ.e. að mynda breiðan meirihluta 5-6 bæjarfulltrúa. Þá sýndi D-listi hugmyndinni ekki áhuga og svaraði erindi okkar neitandi, -án viðræðna. Síðar kom í ljós að oddviti Sjálfstæðisfélagsins hafði ekki látið svo lítið að kynna bæjarfulltrúum sínum málefnatillögur okkar. Skilyrði okkar fyrir þátttöku í "þjóðstjórnarviðræðum" voru skýr; að samningar vegna framkvæmda í grænum miðbæ stæðu. Að frumkvæði Guðmundar G. Gunnarssonar mættu allir 7 bæjarfulltrúarnir til næsta fundar. Þar lagði Guðmundur til að hann sjálfur yrði forseti bæjarstjórnar og Kristján varaforseti. Margrét gerði ekki athugasemd við þessa tillögu Guðmundar, -um Kristján sem varaforseta, -sem verður að teljast mjög athyglisvert. Viðræður fóru vel af stað, en þegar málefnavinnu var að ljúka lögðum við, bæjarfulltrúar Á-lista, fram tillögu um framsetningu samkomulagsins sem sneri að því að flytja til áherslur. Tillagan varð til þess að Margrét sleit viðræðum með þeim orðum, að hefðum við áhuga á því að koma aftur að borðinu skyldum við hafa samband. Þetta tilboð stóð ekki lengi! Hálftíma síðar hafði okkur borist ósk hennar um aukafund bæjarstjórnar, -viðræðum var lokið!! Hótanir og tilraun til "valdaráns" Daginn eftir boðaði Margrét til ólöglegs aukafundar í bæjarstjórn, -í þeim tilgangi einum að segja upp ráðningasamningi við bæjarstjóra og Guðmundur hafði bréflega í hótunum við Pálma Másson skrifstofustjóra, ef hann boðaði reglulegan fund í bæjarstjórn, eins og bæjarstjóri hafði falið honum. Þessu ólöglega fundarboði, sem mætti kalla tilraun til "valdaráns", svaraði Sigurður Magnússon bréflega,-að hann teldi fundinn og ákvarðanir hans ólögmætar. Afrit af hinu ólögmæta fundarboði og hótunarbréfi var sent nokkrum aðilum sveitarstjórnarmála innan og utan sveitar, sem Sigurður hafði ráðfært sig við. Í kjölfarið dró Margrét hið ólöglega fundarboð til baka, lagði fram löglega ósk um aukafund og Guðmundur bað skrifstofustjóra afsökunar á hótunarbréfinu, -þau höfðu hlaupið á sig! Lokatilraun til samkomulags Lokatilraun til samkomulags við Margréti var gerð fyrir aukafund bæjarstjórnar, -en nú var komið nýtt hljóð í strokkinn! Aðspurð sagðist Margrét ekki svara því hvort Kristján þyrfti að víkja. Nú sneru allar kröfurnar að Sigurði. Allt sem hann hafði áður boðið og hún samþykkt var nú út af borðinu. Sigurður var reiðubúinn til frekari viðræðna, -of mikið væri í húfi fyrir hagsmuni sveitarfélagsins, og málefni Álftaneshreyfingarinnar. Hann lagði áherslu á að samkomulag gæti tekist svo bæjarfulltrúar kjörnir af Á-lista gætu lokið þeirri vinnu sem þeir voru kjörnir til. Þrátt fyrir það var svar Margrétar Nei! Að lokum Kjörnum bæjarfulltrúum ber siðferðileg skylda til þess að setja hagsmuni sveitarfélagsins ofar sínum eigin hagsmunum og persónulegum ágreiningi. Hefði sú siðferðilega skylda verið virt á Álftanesi hefði meirihluti Á-lista getað lokið sínum störfum, -eins og hann var kjörinn til. Ósk mín til nýs meirihluta er sú að hann setji hagsmuni sveitarfélagsins ofar öllu öðru, setji ekki framkvæmdir á miðsvæðinu í frekari óvissu, og nýti þau sóknarfæri sem Á-listinn hefur skapað. Kristín Fjóla Bergþórsdóttir, bæjarfulltrúi Á-lista Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Loks nú, þremur vikum eftir að Margrét Jónsdóttir bæjarfulltrúi, kjörin af Á-lista felldi meirihluta Á-lista og sleit ráðningarsamningi við bæjarstjóra, hefur hún skrifað undir meirihlutasamstarf við D-listann. Á meðan hefur stjórnsýslan verið eins og höfuðlaus her, þar sem nýráðinn bæjarstjóri hafði ekki meirihluta á bak við sig til að taka ákvarðanir. Ábyrgðarleysi er vægt til orða tekið, einkum í ljósi þess að ekki var um málefnaágreining að ræða. Dýrmæt tækifæri hafa tapast m.a. tækifæri okkar til að kynna Álftanes fyrir forsvarsmönnum PrimaCare, en þeir höfðu lýst áhuga á að byggja hér sjúkrahús og hótel. Slík starfsemi hefði skilað sveitarfélaginu á annað hundarað milljónum í tekjur árlega, auk þess sem þar hefðu skapast um 600-1000 ný störf! Hvað gerðist? Í þessari grein ætla ég að rekja í stuttu máli atburðarás síðustu tveggja mánaða, því íbúar á Álftanesi, og þá sérstaklega kjósendur Á-lista, þurfa að vita það sem rétt er um þau valdaskipti sem áttu sér stað 9. september s.l., auk þess sem margir aðrir kunna að hafa velt því fyrir sér hvað gekk á. Í yfirlýsingu sem Margrét Jónsdóttir sendi frá sér í lok júlí segir hún sig af Á-lista og tilgreinir þær ástæður að hún geti ekki fellt sig við endurkomu Kristjáns Sveinbjörnssonar í bæjarstjórn, en hann hafði dregið sig í hlé í desember sl., og vinnubrögð og framkomu Sigurðar Magnússonar bæjarstjóra. Á þessum tíma hafði Samgönguráðuneytið úrskurðað um rétt Kristjáns til setu í bæjarstjórn á ný. Þeim úrskurði hafa bæjarfulltrúar ekki vald til að breyta. Reynt að ná samstarfi á ný Þegar þessi staða var komin upp settumst við strax niður með Margréti og Kristjáni til að reyna að ná samstarfi á ný og í kjölfarið undirrituðum við samkomulag okkar á milli um málaefnaskrá og verklag. Nokkru seinna fékk Margrét bakþanka og dró undirskrift sína til baka. Áfram reyndum við að ná samkomulagi, en alltaf strandaði á því ófrávíkjanlega skilyrði að Kristján viki úr bæjarstjórn. Margrét sagðist hinsvegar vera ánægð með þær breytingar sem Sigurður var tilbúinn að gera, sem m.a. voru þær að víkja úr bæjarstjórn og hleypa varamanni að. Þann 18. ágúst sleit Margrét viðræðum við Á-lista og í kjölfarið sendi Bæjarmálaráð Álftaneshreyfingarinnar þeim Margréti og Kristjáni áskoranir þess efnis að víkja og helypa varamönnum að, þannig að Álftaneshreyfingin gæti starfað í meirihluta út kjörtímabilið. Þau höfnuðu því bæði. "Þjóðstjórnarviðræður" Eftir að Margrét hafði slitið viðræðum við Á-lista boðaði hún fulltrúa Á- og D-lista til viðræðna um myndun "þjóðstjórnar" ,-án Kristjáns. Þessi tillaga var í raun sama hugmynd og Á-listinn hafði áður kynnt D-lista þ.e. að mynda breiðan meirihluta 5-6 bæjarfulltrúa. Þá sýndi D-listi hugmyndinni ekki áhuga og svaraði erindi okkar neitandi, -án viðræðna. Síðar kom í ljós að oddviti Sjálfstæðisfélagsins hafði ekki látið svo lítið að kynna bæjarfulltrúum sínum málefnatillögur okkar. Skilyrði okkar fyrir þátttöku í "þjóðstjórnarviðræðum" voru skýr; að samningar vegna framkvæmda í grænum miðbæ stæðu. Að frumkvæði Guðmundar G. Gunnarssonar mættu allir 7 bæjarfulltrúarnir til næsta fundar. Þar lagði Guðmundur til að hann sjálfur yrði forseti bæjarstjórnar og Kristján varaforseti. Margrét gerði ekki athugasemd við þessa tillögu Guðmundar, -um Kristján sem varaforseta, -sem verður að teljast mjög athyglisvert. Viðræður fóru vel af stað, en þegar málefnavinnu var að ljúka lögðum við, bæjarfulltrúar Á-lista, fram tillögu um framsetningu samkomulagsins sem sneri að því að flytja til áherslur. Tillagan varð til þess að Margrét sleit viðræðum með þeim orðum, að hefðum við áhuga á því að koma aftur að borðinu skyldum við hafa samband. Þetta tilboð stóð ekki lengi! Hálftíma síðar hafði okkur borist ósk hennar um aukafund bæjarstjórnar, -viðræðum var lokið!! Hótanir og tilraun til "valdaráns" Daginn eftir boðaði Margrét til ólöglegs aukafundar í bæjarstjórn, -í þeim tilgangi einum að segja upp ráðningasamningi við bæjarstjóra og Guðmundur hafði bréflega í hótunum við Pálma Másson skrifstofustjóra, ef hann boðaði reglulegan fund í bæjarstjórn, eins og bæjarstjóri hafði falið honum. Þessu ólöglega fundarboði, sem mætti kalla tilraun til "valdaráns", svaraði Sigurður Magnússon bréflega,-að hann teldi fundinn og ákvarðanir hans ólögmætar. Afrit af hinu ólögmæta fundarboði og hótunarbréfi var sent nokkrum aðilum sveitarstjórnarmála innan og utan sveitar, sem Sigurður hafði ráðfært sig við. Í kjölfarið dró Margrét hið ólöglega fundarboð til baka, lagði fram löglega ósk um aukafund og Guðmundur bað skrifstofustjóra afsökunar á hótunarbréfinu, -þau höfðu hlaupið á sig! Lokatilraun til samkomulags Lokatilraun til samkomulags við Margréti var gerð fyrir aukafund bæjarstjórnar, -en nú var komið nýtt hljóð í strokkinn! Aðspurð sagðist Margrét ekki svara því hvort Kristján þyrfti að víkja. Nú sneru allar kröfurnar að Sigurði. Allt sem hann hafði áður boðið og hún samþykkt var nú út af borðinu. Sigurður var reiðubúinn til frekari viðræðna, -of mikið væri í húfi fyrir hagsmuni sveitarfélagsins, og málefni Álftaneshreyfingarinnar. Hann lagði áherslu á að samkomulag gæti tekist svo bæjarfulltrúar kjörnir af Á-lista gætu lokið þeirri vinnu sem þeir voru kjörnir til. Þrátt fyrir það var svar Margrétar Nei! Að lokum Kjörnum bæjarfulltrúum ber siðferðileg skylda til þess að setja hagsmuni sveitarfélagsins ofar sínum eigin hagsmunum og persónulegum ágreiningi. Hefði sú siðferðilega skylda verið virt á Álftanesi hefði meirihluti Á-lista getað lokið sínum störfum, -eins og hann var kjörinn til. Ósk mín til nýs meirihluta er sú að hann setji hagsmuni sveitarfélagsins ofar öllu öðru, setji ekki framkvæmdir á miðsvæðinu í frekari óvissu, og nýti þau sóknarfæri sem Á-listinn hefur skapað. Kristín Fjóla Bergþórsdóttir, bæjarfulltrúi Á-lista
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar