Erlent

Gleymdu að setja niður hjólin

Óli Tynes skrifar

Tveir flugmenn hjá ástralska flugfélaginu Quantas hafa verið leystir frá störfum meðan rannsókn stendur yfir á því hvers vegna þeir settu ekki hjól Boeing 767 þotu sinnar niður fyrir lendingu í Sydney.

Vélin var komin niður í 700 feta hæð þegar sjálvirkur búnaður varaði við því að hjólin væru enn uppi. Flugmennirnir voru að sögn eldfljótir að átta sig.

Þar sem vélin var komin of lágt til þess að tryggt væri að hjólin næðu að fara niður og læsast, hættu þeir við lendingu og flugu annan hring. Í það skipti heppnaðist lendingin fullkomlega.

Ljóst þykir að eitthvað hafi truflað undirbúning þeirra fyrir lendingu.

Rétt eins og hjá bandarísku flugmönnunum sem flugu 240 kílómetra framhjá áfangastað sínum í síðustu viku.

Þeir flugmenn lágu báðir yfir fartölvum sínum þegar þeir áttu að vera að fljúga vélinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×