Innlent

Engar skepnur sakaði í bruna

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. Mynd/Stefán Karlsson

Tvær geymslur á bænum Neðritungu í Örlygshöfn við Patreks­höfn gereyðilögðust í eldi í gærkvöldi. Eldurinn kom upp klukkan hálf sjö og hafði verið slökktur á tíunda tímanum. Hátt á fimmta tug lögreglu-, slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna hjálpaði til við slökkvistarfið.

Rúnar Árnason, bóndi á bænum, segist hafa verið á næsta bæ þegar hann fékk símtal um að eldur væri kominn upp. „Manni brá náttúrlega," segir hann. Hann hljóp þegar til, en nágranni hafði þá gert lögreglu viðvart.

Í húsunum voru um þrjátíu kindur og tuttugu til þrjátíu kálfar á öllum aldri, að sögn Rúnars. Vel tókst að koma þeim út.

„Það er búið að koma þeim öllum í hús á næsta bæ," segir Rúnar. Ekki er vitað hvernig eldurinn kom upp og Rúnar var í gærkvöldi ekki farinn að leggja mat á tjónið eða hversu vel hann væri tryggður. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×