Kreppan í Austur-Evrópu veldur Actavis erfiðleikum 6. mars 2009 10:37 Fjármálakreppan í Austur-Evrópu og miðhluta álfunnar veldur Actacvis erfiðleikum en um 40% af sölu félagsins er á þessum svæðum. Fjallað er um málið á Bloomberg-fréttaveitunni. Þar er haft eftir Milan Todorovic aðstoðarforstjóra Actavis í austur- og miðhluta Evrópu að Actavis eigi í erfiðleikum sökum þess hve gjaldmiðlar þjóða á þessum svæðum hafa fallið mikið á undanförnum mánuðum. „Þar sem við gerum upp í evrum er mikil óvissa til staðar. Þetta er nokkuð sem við höfum enga stjórn yfir," segir Todorovic. Actavis hefur brugðist við ástandinu með því að setja ný lyf á markaðina í Rússlandi og Úkraníu sem eru tvö af þremur stærstu markaðssvæðum félagsins. Og í Búlgaríu, þar sem Actavis er stærsta lyfjafyrirtækið, reiknar félagið með að halda stöðu sinni á markaðinum. Rúblan hefur lækkað um 19% gagnvart evrunni undanfarna 12 mánuði og gjaldmiðill Úkraníu hefur lækkað um 22% á sama tíma. Þetta veldur samsvarandi minnkun á tekjum Actavis í þessum löndum í evrum talið. Gjaldmiðill Búlgaríu hefur hinsvegar verið tengdur evrunni síðan 1999. Actavis reiknar með að sala félagsins í fyrra hafi numið 1,7 milljarði evra eða vel yfir 200 milljarða kr.. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjármálakreppan í Austur-Evrópu og miðhluta álfunnar veldur Actacvis erfiðleikum en um 40% af sölu félagsins er á þessum svæðum. Fjallað er um málið á Bloomberg-fréttaveitunni. Þar er haft eftir Milan Todorovic aðstoðarforstjóra Actavis í austur- og miðhluta Evrópu að Actavis eigi í erfiðleikum sökum þess hve gjaldmiðlar þjóða á þessum svæðum hafa fallið mikið á undanförnum mánuðum. „Þar sem við gerum upp í evrum er mikil óvissa til staðar. Þetta er nokkuð sem við höfum enga stjórn yfir," segir Todorovic. Actavis hefur brugðist við ástandinu með því að setja ný lyf á markaðina í Rússlandi og Úkraníu sem eru tvö af þremur stærstu markaðssvæðum félagsins. Og í Búlgaríu, þar sem Actavis er stærsta lyfjafyrirtækið, reiknar félagið með að halda stöðu sinni á markaðinum. Rúblan hefur lækkað um 19% gagnvart evrunni undanfarna 12 mánuði og gjaldmiðill Úkraníu hefur lækkað um 22% á sama tíma. Þetta veldur samsvarandi minnkun á tekjum Actavis í þessum löndum í evrum talið. Gjaldmiðill Búlgaríu hefur hinsvegar verið tengdur evrunni síðan 1999. Actavis reiknar með að sala félagsins í fyrra hafi numið 1,7 milljarði evra eða vel yfir 200 milljarða kr..
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira