Erlent

Fordæmir morðin á starfsmönnum SÞ

Ban Ki-moon á blaðamannafundi í kvöld. Mynd/AP
Ban Ki-moon á blaðamannafundi í kvöld. Mynd/AP
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi í kvöld morðin á starfsmönnum samtakanna í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í nótt. Hann segir þau sýna hversu grimmir og óskammfeilnir Talíbanar séu í aðgerðum sínum.

Að minnsta kosti fimm erlendir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Afganistan voru myrtir í nótt og rúmlega tíu særðust í árás sem gerð var í höfuðborginni. Árásin var gerð á gistihúsi sem starfsmenn samtakanna nota að staðaldri en vígamenn sáust fara inn í bygginguna. Þeir voru síðar felldir af öryggissveitum stjórnarinnar. Talíbanar hafa lýst árásinni á hendur sér

Framkvæmdastjórinn segir að Sameinuðu þjóðirnar muni aldrei láta undan árásum hryðjuverkamanna. Um leið viðurkenndi hann að ekki væri hægt að tryggja öryggi allra starfsmanna SÞ sem starfa í Afganistan. Engu að síður muni samtökin starfa áfram í landinu. „Við stöndum með afgönsku þjóðinni í dag og við munum einnig gera það á morgun," sagði Ban Ki-moon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×