Handbolti

Tvö Íslendingalið upp og eitt í umspil

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórir Ólafsson í leik með Lübbecke.
Þórir Ólafsson í leik með Lübbecke. Mynd/Oliver Krato

Lokaumferð þýsku B-deildarinnar í handbolta fór fram í gær. Íslendingaliðin Lübbecke og Düsseldorf voru þó þegar búin að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni fyrir þó nokkru.

Hannover-Burgdorf, lið Hannesar Jónssonar og Heiðmars Felixssonar, tryggði sér svo annað sæti norðurriðilsins með sigri á Emper Rostock í gær, 34-28.

Liðið mætir Friesenheim sem var í öðru sæti suðurriðilsins í umspili um hvort liðið mætir liðinu sem verður í sextánda sæti úrvalsdeildarinnar í öðru umspili um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Lübbecke, lið Þóris Ólafssonar, vann alla leiki sína nema einn á leiktíðinni og vann því norðurriðilinn með yfirburðum.

Düsseldorf, lið Sturla Ásgeirssonar, vann sömuleiðis suðurriðilinn með þó nokkrum yfirburðum en vann alls 26 leiki sína af 34 á tímabilinu.

Bittenfeld, lið Björgvins Páls Gústavssonar, varð í áttunda sæti suðurriðilsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×