Viðskipti innlent

Ekki búið að taka ákvörðun í máli Baldurs

Baldur Guðlaugsson.
Baldur Guðlaugsson.
Engin ákvörðun hefur verið tekin í Menntamálamálaráðuneytinu í máli Baldurs Guðlaugssonar ráðuneytisstjóra en hann sætir nú rannsókn sérstaks saksóknara. Menntamálaráðherra sagði um helgina að máið yrði skoðað eftir helgi. Rætt hefur verið um að Baldur verði annaðhvort sendur í leyfi á meðan rannsókn stendur, eða þá að honum verði vikið frá störfum.

Líkt og Vísir hefur greint frá undirbjó Baldur viðbragðsáætlun gegn falli bankanna sjö mánuðum fyrir hrun, en hann var þá ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Rannsókn sérstaks saksóknara lítur að grun um innherjaviðskipti en Baldur seldi hlutabréf sín í Landsbankanum mánuði fyrir fall bankanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×