Hátt heimsmarkaðsverð á gulli veldur áhyggjum 4. september 2009 08:58 Heimsmarkaðsverð á gulli er nú að ná því hámarki sem það náði í fyrra um það bil sem efnahagur heimsins hrundi. Verðið er nú rétt við 1.000 dollara fyrir únsuna og náði raunar 997,2 dollurum um tíma á markaðinum síðdegis í gær. Í fréttum um málið bæði á CNN og Reuters kemur fram að gullverðið sló met í mars í fyrra þegar það fór í 1.014 dollara fyrir únsuna. Í febrúar í ár fór verðið aftur hátt í 1.000 dollara vegna ótta fólks um að stórir bankar á borð við Citigroup og Bank of America væru að komast í hendur stjórnvalda vestan hafs. Af þessu tilefni setur CNN fram þá spurningu hvort að nýtt fjármálahrun sé í uppsiglingu því það eru engar augljósar skýringar til að hinni miklu verðhækkun á gulli þessa dagana. Svarið er þó kannski ekki eins grafalvarlegt. Sennilegt er talið að fjárfestar hafi ekki lengur trú á því að uppsveiflan á fjármálamörkuðum undanfarna mánuði muni halda áfram af sama krafti. Og fjárfestar hafa auk þess áhyggjur af því að veiking dollarans, í kjölfara risavaxinna aðgerða Bandaríkjastjórnar til aðstoðar fjármálastofnunum þar í landi, muni auka áhættuna á verðbólgu. Þeir sérfræðingar sem Reuters ræðir við um málið nefna einnig t.d. að á óvissutímum er gull yfirleitt það sem fjárfestar leita skjóls í. Og einn nefnir að svo virðist sem verð á ýmsum hrávörum hafi náð hámarki í bili og í slíkri stöðu leiti menn oft í gull með peninga sína. Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á gulli er nú að ná því hámarki sem það náði í fyrra um það bil sem efnahagur heimsins hrundi. Verðið er nú rétt við 1.000 dollara fyrir únsuna og náði raunar 997,2 dollurum um tíma á markaðinum síðdegis í gær. Í fréttum um málið bæði á CNN og Reuters kemur fram að gullverðið sló met í mars í fyrra þegar það fór í 1.014 dollara fyrir únsuna. Í febrúar í ár fór verðið aftur hátt í 1.000 dollara vegna ótta fólks um að stórir bankar á borð við Citigroup og Bank of America væru að komast í hendur stjórnvalda vestan hafs. Af þessu tilefni setur CNN fram þá spurningu hvort að nýtt fjármálahrun sé í uppsiglingu því það eru engar augljósar skýringar til að hinni miklu verðhækkun á gulli þessa dagana. Svarið er þó kannski ekki eins grafalvarlegt. Sennilegt er talið að fjárfestar hafi ekki lengur trú á því að uppsveiflan á fjármálamörkuðum undanfarna mánuði muni halda áfram af sama krafti. Og fjárfestar hafa auk þess áhyggjur af því að veiking dollarans, í kjölfara risavaxinna aðgerða Bandaríkjastjórnar til aðstoðar fjármálastofnunum þar í landi, muni auka áhættuna á verðbólgu. Þeir sérfræðingar sem Reuters ræðir við um málið nefna einnig t.d. að á óvissutímum er gull yfirleitt það sem fjárfestar leita skjóls í. Og einn nefnir að svo virðist sem verð á ýmsum hrávörum hafi náð hámarki í bili og í slíkri stöðu leiti menn oft í gull með peninga sína.
Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira