Erlent

Margir Danir stela úr vinnunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjölmargir Danir stela úr vinnunni. Mynd/ AFP.
Fjölmargir Danir stela úr vinnunni. Mynd/ AFP.
Um 53% Dana stela af vinnustað sínum og það eru einkum eldri starfsmenn sem stela. Þetta sýnir ný rannsókn sem sérstakt glæpaforvarnaráð í Danmörku lét gera.

Anna-Karina Nickelsen, einn af talsmönnum ráðsins, segir í samtali við fréttastofu DR, danska ríkisútvarpsins, að flestum Dönum virðist finnast það í góðu lagi að stela.

Rannsóknin sýnir að langflestir sem vinna á skrifstofum steli þaðan smáhlutum, en fimmti hver maður sem vinnur í verslunum steli tölvum, húsgögnum eða öðrum vörum frá þeirri verslun sem þeir vinna í.

Henrik Engberg Johannsen, upplýsingafulltrúi hjá verslunarkeðjunni Matas, segir að það væri út af fyrir sig þekkt að starfsmenn myndu stela úr verslunum. Hins vegar kæmi það verulega á óvart að vandamálið væri jafn stórt og niðurstöður rannsóknarinnar sýndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×