Viðskipti innlent

Century Aluminum féll mest í Kauphöllinni

Úr álveri Norðuráls á Grundartanga.
Úr álveri Norðuráls á Grundartanga.

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 4,55 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Færeyjabanka, sem lækkaði um 1,77 prósent og Marel Food Systems, sem lækkaði um 1,28 prósent.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Bakkavör um 2,59 prósent, Straums um 1,49 prósent og Össurar um 0,51 prósent.

Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 0,49 prósent og endaði í 329 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×