Erlent

Sakfelldur fyrir að myrða fjóra Íraka

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hermenn í Írak. Myndin tengist ekki þessari frétt.
Hermenn í Írak. Myndin tengist ekki þessari frétt.

Bandarískur hermaður hefur verið sakfelldur fyrir að myrða fjóra íraska fanga sem teknir voru höndum í Baghdad vorið 2007 í kjölfar skotbardaga. Eftir bardagann fór hermaðurinn með mennina afsíðis og tók þá af lífi með því að skjóta þá í hnakkann á stuttu færi, einn af öðrum. Tveir bandarískir hermenn sem voru á staðnum og hafa einnig hlotið dóma fyrir morðin báru vitni um að sá þriðji, sem var yfirmaður þeirra, hefði framið verknaðinn. Líklegt er að hann fái lífstíðardóm en það kemur í ljós í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×