NBA í nótt: Duncan tryggði San Antonio sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2009 11:00 Tim Duncan var hetja San Antonio í nótt. Mynd/AP Tim Duncan tryggði San Antonio nauman sigur á Indiana, 100-99, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann gerði það með stæl en hann tróð yfir Roy Hibbert þegar 4,6 sekúndur voru til leiksloka. San Antonio byrjaði betur í leiknum en hafði þó aðeins fimm stiga forystu í hálfleik, 50-45. Þá tók Indiana við sér og kom sér í þrettán stiga forystu, 83-70, áður en síðasti leikhlutinn hófst. San Antonio náði svo að saxa á forskotið jafnt og þétt og síðustu fimm mínútur leiksins voru jafnar og spennandi. TJ Ford fékk svo tækifæri til að tryggja Indiana sigurinn með síðasta skoti leiksins en Tim Duncan náði að trufla hann nægilega mikið þannig að skotið geigaði. Þetta var 700. sigur þjálfarans Gregg Popvich með San Antonio. Og hann getur að mestu leyti þakkað Duncan fyrir sigurinn. Hann var með nítján stig og sextán fráköst, þar af átta stig og sjö fráköst í fjórða leikhluta. Tony Parker kom næstur með fimmtán. Hjá Indiana var Troy Murphy stigahæstur með 21 stig og Roy Hibbert var með 20. Phoenix vann Washington, 121-95, og vann þar með sinn tíunda leik í röð a heimavelli þar sem liðið er enn taplaust á tímabilinu. Steve Nash var með fimmtán stig og fimmtán stoðsendingar þó svo að hann hafi hvílt í fjórða leikhluta. Amare Stoudemire var með 23 stig og fjórtán fráköst og Jason Richardson 22 stig. Lakers vann New Jersey, 103-84. Kobe Bryant var með 29 stig og tíu fráköst en þarna mættust liðin með annars vegar besta árangur deildarinnar og hins vegar þann versta. Utah vann Charlotte, 110-102. Deron Williams var með 23 stig og tíu stoðsendingar og Carlos Boozer með 22 stig og ellefu fráköst. Orlando vann Portland, 92-83. Dwight Howard var með 12 stig, 20 fráköst og fjögur varin skot fyrir Orlando. Rashard Lewis var með fimmtán stig. LA Clippers vann Philadelphia, 112-107, í framlengdum leik. Chris Kaman var með 24 stig og Baron Davis 20. Sacramento vann Milwaukee, 96-95. Tyreke Evans skoraði sigurkörfuna með öfugu sniðskoti þegar tæp sekúnda var eftir af leiknum. Houston vann Oklahoma City, 95-90. Trevor Ariza skoraði 31 stig í leiknum og setti niður fimm þriggja stiga körfur. Chicago vann Atlanta, 101-98, í framlengdum leik. Derrick Rose skoraði 32 stig sem er persónulegt met en Joe Johnson skoraði alls 40 stig í leiknum fyrir Atlanta. NBA Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Tim Duncan tryggði San Antonio nauman sigur á Indiana, 100-99, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann gerði það með stæl en hann tróð yfir Roy Hibbert þegar 4,6 sekúndur voru til leiksloka. San Antonio byrjaði betur í leiknum en hafði þó aðeins fimm stiga forystu í hálfleik, 50-45. Þá tók Indiana við sér og kom sér í þrettán stiga forystu, 83-70, áður en síðasti leikhlutinn hófst. San Antonio náði svo að saxa á forskotið jafnt og þétt og síðustu fimm mínútur leiksins voru jafnar og spennandi. TJ Ford fékk svo tækifæri til að tryggja Indiana sigurinn með síðasta skoti leiksins en Tim Duncan náði að trufla hann nægilega mikið þannig að skotið geigaði. Þetta var 700. sigur þjálfarans Gregg Popvich með San Antonio. Og hann getur að mestu leyti þakkað Duncan fyrir sigurinn. Hann var með nítján stig og sextán fráköst, þar af átta stig og sjö fráköst í fjórða leikhluta. Tony Parker kom næstur með fimmtán. Hjá Indiana var Troy Murphy stigahæstur með 21 stig og Roy Hibbert var með 20. Phoenix vann Washington, 121-95, og vann þar með sinn tíunda leik í röð a heimavelli þar sem liðið er enn taplaust á tímabilinu. Steve Nash var með fimmtán stig og fimmtán stoðsendingar þó svo að hann hafi hvílt í fjórða leikhluta. Amare Stoudemire var með 23 stig og fjórtán fráköst og Jason Richardson 22 stig. Lakers vann New Jersey, 103-84. Kobe Bryant var með 29 stig og tíu fráköst en þarna mættust liðin með annars vegar besta árangur deildarinnar og hins vegar þann versta. Utah vann Charlotte, 110-102. Deron Williams var með 23 stig og tíu stoðsendingar og Carlos Boozer með 22 stig og ellefu fráköst. Orlando vann Portland, 92-83. Dwight Howard var með 12 stig, 20 fráköst og fjögur varin skot fyrir Orlando. Rashard Lewis var með fimmtán stig. LA Clippers vann Philadelphia, 112-107, í framlengdum leik. Chris Kaman var með 24 stig og Baron Davis 20. Sacramento vann Milwaukee, 96-95. Tyreke Evans skoraði sigurkörfuna með öfugu sniðskoti þegar tæp sekúnda var eftir af leiknum. Houston vann Oklahoma City, 95-90. Trevor Ariza skoraði 31 stig í leiknum og setti niður fimm þriggja stiga körfur. Chicago vann Atlanta, 101-98, í framlengdum leik. Derrick Rose skoraði 32 stig sem er persónulegt met en Joe Johnson skoraði alls 40 stig í leiknum fyrir Atlanta.
NBA Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira